Danske bank gleypti kortið mitt

Í gær ætlaði ég í hraðbanka með kort frá Danske bank að taka út pening af reikningnum mínum í honum. Ég hafði farið í heimilisbankann um daginn og vissi því að það var peningur inni á honum.

Það vildi ekki betur til en svo að kortið var tekið og skýringin sem gefin var, var sú að ég hefði slegið pin númerið þrisvar inn skakkt. Sem ég gerði ekki heldur sló það einu sinni inn rétt.

Hef ekki náð tali af þjónustufulltrúanum en lifi enn í voninni að hér sé um mistök að ræða Errm.

Ég held að þessi milliríkjadeila meðal annars geti sett okkur sem erum Íslendingar búsett erlendis í talsvert mikil vandræði og því gríðarlega mikilvægt að ráðamenn geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að bæta ímyndina eins og mögulegt er. Annars eigum við okkur varla viðreisnar von næstu misserin.


mbl.is Danske Bank lokar á íslenskar millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Calvín

Íslendingar verða sennilega stimplaðir allir sem einn sem óreiðumenn og brennuvargar. Við tökum skellin fyrir þessa 20-30 útrásarpesa sem flúðu land í skjóli myrkurs.

Calvín, 10.10.2008 kl. 12:03

2 identicon

Þetta er ekki óalgeng bilun í dönskum hraðbönkum, ég hef lent í því sama - nema ég þori ekki að fullyrða að ég hafi slegið númerið rétt inn en fékk aldrei meira en eitt tækifæri.

Gulli (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:11

3 identicon

Sæl þeir eru að loka á okkur.. Við megum bara bíta gras um helgina þó við eigum peninga.. Ég á nóg fyrir okkur hér en næ því ekki út..

Er að bíða eftir svari frá ráðuneytinu á Isl því sendiráðið getur ekkert gert.

Dóra Esbjergbúi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:38

4 identicon

Nú er allt saman stopp. Nordea búið að loka fyrir og líka viðskiptabankinn minn á klakanum.

Æðislegt.

Kannski réttast að fara að leita sér að vinnu hérna.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi saga þín Kristbjörg gæti bent til að Danske Bank sé að velta um koll. Ef þú kemst í útibú skaltu drífa þig og taka út ALLA inneignina. Það sem skeði hér heima, er að ské um allan heim.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Hæ elskan

Eins og þú veist lenti ég í þessu sama og fékk ekki kortið til baka heldur þurfti að fá nýtt kort sem tók heila viku, svo tekur aðra heila viku að fá pin-númerið. Fékk kortið í pósti í dag. En var að koma úr bankanum, Danske Bank, og ég tók LIN áætlunina með mér og fékk yfirdrátt :) Þannig ég er save um helgina að minnsta kosti. Vona að hlutirnir reddist hjá þér.

Sigga

Sigríður G. Malmquist, 10.10.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Þetta er nú meira ástandið........en ef allt þrýtur þá er sem betur fer nóg af eplatrjám hérna

Sjáumst hressar og kátar á miðvikudaginn sæta mín.

Berta María Hreinsdóttir, 10.10.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband