Gott hjá Guðna!

Þetta er einmitt sú afstaða sem við þurfum að taka sem þjóð. Gordon Brown hefur farið algjöru offari í það að reyna að bæta eigin hrikalega stöðu með því að sparka í okkur. Hvað gerir einmitt barnið sem sjálft er óöruggt og óvinsælt annað en að finna einhvern minni máttar sem höggstað til þess að sparka í og geta þannig hækkað sig í áliti á kostnað annarra.

Þetta er hins vegar ekki barnaleikvöllur og þessi árás hans hefur alveg gríðarleg áhrif fyrir alla Íslendinga. Þetta tekur alveg steininn úr varðandi traust til okkar.

Þetta er í raun eins og léleg glæpasería að hann skuli nýta sér hryðjuverkalög gagnvart þjóð sem aldrei hefur haft her og er ansi ólíkleg til hryðjuverka! Alveg með hreinum ólíkindum, kannski þetta sé nær því að vera lélegur gamanþáttur með lélegum breskum húmor!

En það sem skiptir máli er það sem Guðni er að koma á framfæri er að við eigum auðvitað ekki að láta svona ófögnuð yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust. Við eigum að standa í lappirnar gegn þessum óhróðri og leita réttar okkar því þetta hefur og mun hafa mikil áhrif og gerir stöðu okkar mun verri en hún þó var.

Það er mikilvægt fyrir Geir og aðra í ríkisstjórninni að nota alla kjörna fulltrúa og embættismenn í því mikla verkefni sem blasir við. Það er nefnilega rétt eins og Egill Helgason minntist á í Kastljósinu áðan að það hefur allt of mikill tími farið í þessi vandræði með Bretum á meðan hver mínúta skiptir máli hér heima við það slökkvistarf sem þarf að vinna.

Ég get rétt ímyndað mér að álagið á ríkisstjórn og aðra sé hrikalegt við þessar aðstæður og þess vegna mjög mikilvægt að nýta krafta allra fulltrúa til hins ýtrasta! Málefni Íslands eru ekki lengur eitthvað einkamál ríkisstjórnarinnar. En hún þarf að vera verkefnastjóri í skipulagningu þeirra verkefna sem þarf að vinna þar sem hún ber ábyrgðina. Svo getur maður spurt sig hvað gerist þegar öldurnar fer að lægja og almenningur krefst rannsókna, skýringa og að menn verði dregnir til ábyrgðar. Það er hins vegar ekki tímabært núna.

Áfram Guðni, áfram Framsókn. Nú snúum við vörn í sókn og eyðileggingu í uppbyggingu!

Lærum af fortíðinni - lifum í nútíðinni - og horfum til framtíðar.


mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

HUH.......... gott hefði nú verið, ef Guðni hefði sýnt svona röggsemi fyr.....

Hvað var hann lengi við völd með Sjálfstæðisflokknum????

Ingunn Guðnadóttir, 11.10.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband