Dýrmætasta lexían

Þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt og vont að hafa þessa óvissu framundan þá getur maður valið sér það viðhorf að sjá einmitt þessi vandræði sem eitt af því lærdómsríkasta sem við munum læra hér í náminu úti.

Kynslóðin sem er núna erlendis í námi er skipuð fólki þar sem margir hafa aldrei upplifað annað en góðæri og takmarkalausa möguleika (auðvitað ekki allir) og því er það dýrmæt lexía að þurfa allt í einu að horfast í augu við þessa óvissu og vita ekki einu sinni hvort maður sé velkominn í bankann hér úti á mánudaginn...

Við megum ekki gleyma því að sú óvissa sem við horfumst í augu við er óvissa vegna peninga. Hún gæti verið MIKLU verri eins og ef við t.d. værum að horfast í augu við verulega ógn um tilveru okkar og stríðsógn eins og því miður mjög margir félagar okkar hér á jörðinni þurfa að gera á hverjum einasta degi!

Kannski var þetta bara einmitt það sem við Íslendingar þurftum á að halda til þess að ná betri tengslum við raunveruleikann sem deila má um að hafi verið orðinn heldur lítill í samhengi þess sem fólk annars staðar í heiminum gengur í gegnum. Eins og sagt er þegar nemandinn er tilbúinn þá kemur kennarinn...Eða að það sem drepur mann ekki herðir mann... En auðvitað má maður ekki gleyma þeim hörmungum sem þessu fylgir, þær verða ekkert betri þrátt fyrir að horfa svona á málin en það er hins vegar gagnlegt líka!


mbl.is Námsmenn erlendis í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband