Laugardagur, 11. október 2008
Góður punktur hjá Vinstri grænum
Gott hjá Vinstri grænum að vekja máls á mikilvægi sveitarfélaganna sem standa fólkinu næst. Það mun reyna mikið á félagsþjónustu sveitarfélaganna á næstu misserum í kjölfar þeirra áfalla sem þjóðin er að ganga í gegnum. Því þarf ríkið að standa dyggilega við bakið á sveitarfélögunum.
Einnig er stefnt að því árið 2011 að þjónusta við fatlað fólk flytjist að mestu leyti yfir til sveitarfélaga og 2012 eigi þjónusta við aldrað fólk að flytjast yfir í kjölfarið. Nú þegar hefur fyrsta skrefið í þessa átt verið stigið með flutningi þjónustu við geðfatlaða yfir til borgarinnar en sú þjónusta fluttist í ágústmánuði síðastliðnum.
Á næstu misserum þarf að fara fram frjó umræða um þessa málaflokka og þessa miklu breytingu sem mun nánast varða hvert mannsbarn að einu eða öðru leyti til þess að framkvæmd verkefnisins verði sem vönduðust og best.
Þann 3. okt. sl. skrifaði ég stuttan pistil um þessa fyrirhuguðu stórframkvæmd í Mosfellsfréttir, bæjarblað Mosfellsbæjar.
http://www.kristbjorg.blog.is/blog/kristbjorg/entry/660229/
Vinstri grænir: Sveitarfélögin eru grundvöllur samfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú vantar bara að einhver vinstri grænn komi fram með tillögu um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélagana og þá væri hægt að notast við svona hugmyndir, það er enginn tilgangur í að "standa dyggilega við bakið á sveitarfélögunum" ef allar ákvarðanir eru þvingaðar í gegn af Alþingi.
Gulli (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.