Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Vissulega má segja að slíkt sé skiljanlegt.

Hins vegar má velta fyrir sér hvort forgangsröðunin sé í lagi hjá hæstvirtum utanríkisráðherra.

Hefði ekki mátt beita niðurskurðarhnífnum á fimari hátt? Til dæmis með því að sleppa því að skipa bestu vinkonu sína og samstarfskonu sendiherra? Einnig mætti taka öll sendiráðin til endurskoðunar með beittan niðurskurð í huga. Ég tel þar vera marga bita sem skera mætti betur niður í formi ýmiss konar óþarfa veisluhalda og bruðls fólks sem hefur meira en nóg utan á sér. Þar mætti byrja áður en farið er að skera niður til þeirra sem virkilega þurfa á aðstoð okkar í alþjóðasamhengi að halda.

Fólk sem sveltur daglega og hefur jafnvel þurft að horfa upp á börnin sín deyja úr hungri í fanginu á sér, fólk sem er á flótta, fólk sem er búið að missa allt sitt og á ekkert nema fötin sem það stendur í, fólk sem býr við stríðsógn daglega, hefur jafnvel horft upp á nánustu fjölskyldu myrta og aðrar hryllilegar hörmungar sem við á friðsælu Íslandi getum ekki ímyndað okkur. við berum ábyrgð gagnvart þessu fólki sem hefur það mjög slæmt og deilir þessari jörð með okkur. Öll erum við manneskjur og fæddumst hér með sama rétt og því skiptir gríðarlegu máli að forgangsraða vel og með mannúðarsjónarmið í huga.

Ég kíkti yfir á síðu Utanríkisráðuneytisins og fann bara nánast ekkert um þessa nýjustu skipun sendiherra. Kannski yfirsjón hjá mér en ef ekki þá er það í hæsta lagi undarlegt? Það eina sem ég fann er eftirfarandi klausa þar sem þessari spilltu skipun er troðið inn í setningu með öðru efni.

Þá hefur skipulag utanríkisráðuneytisins verið endurskoðað og öðlast breytingarnar gildi frá og með deginum í dag. Skrifstofur ráðherra og ráðuneytisstjóra hafa verið sameinaðar í því skyni að styrkja yfirstjórn ráðuneytisins og ná fram frekari hagkvæmni í starfsemi utanríkisþjónustunnar. Skrifstofan heyrir undir ráðuneytisstjóra. Kristínu A. Árnadóttur sem skipuð hefur verið sendiherra hefur verið falið að stýra hinni nýju skrifstofu yfirstjórnar. (Tekið af http://www.utanrikisraduneyti.is/).


mbl.is Skiljanlegt að dregið sé úr þróunarframlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessari stöðuhækkun (og launahækkun) er troðið þarna inn með einni setningu, innan um frásögn af niðurskurði. Eins og ætlast sé til að enginn taki eftir henni í framhjáhlaupi. Er ekki nóg að titla konuna skrifstofustjóra og greiða henni laun í samræmi við það, ef það er starfið sem hún er að taka við? Greinilega ekki ef um vinkonu utanríkisráðherra er að ræða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:37

2 identicon

Jú betur hefði mátt beita niðurskurðarhnífnum, en það hefði kostað meiri vinnu og vesen – fínt að geta strokað út 1.666 milljónir króna á einu bretti! Það boðar ekki gott ef ríkisstjórnir heimsins draga úr aðstoð við þróunarríki. Þar sem óvissan um fæðuöflun er mikil og aðstoð til efla/tryggja fæðuöryggi er dregin til baka getur aðeins þýtt eitt – hörð barátta upp á líf og dauða um matvæli og vatn, þar sem þeir sem enga björg geta sér veitt verða verst úti. Útanríkisráðuneytis hnallþórum hefði þurft að raða betur, hér svignar borðið enn meðan von um mylsnur er rænt af borðlausum þjóðum.

Katrín Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óþarfi af ISG að apa vitleysuna upp eftir DO.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband