Góð ráð til að slaka á...

Kæru vinir,

andrúmsloftið er fullt af streitu, óreiðu og flóknum tilfinningum hjá mörgum.

Hér koma nokkur góð ráð til að taka sér smá frí frá þessu og slaka á:

  • Gott slökunarbað (ilmolía, kerti, góður drykkur, róandi tónlist, froða, nota ímyndunaraflið...).
  • Slökunartónlist er mjög máttug við öll tækifæri (t.d. Friðrik Karlsson).
  • Kertaljós er alltaf gott, sérstaklega í skammdeginu.
  • Seríur í gluggana og dempa birtuna.
  • Elda í rólegheitum heilnæman og góðan mat (t.d. allar uppskriftirnar frá Grænum kosti) og njóta hans svo vel. Muna líka að borða nóg af ávöxtum.
  • Hugleiðsla eða mindfulness (árvekni) æfing. Lokið augunum, hlustið á góða tónlist (eða ekki) og einbeitið ykkur að andardrættinum ykkar. Fylgist með súrefninu fara inn í líkamann alla leið djúpt niður í maga og svo út aftur. Leyfið hugsunum ykkar að fljóta og móttakið þær án þess að dæma þær en farið svo aftur í að einbeita ykkur að andardrættinum. Hugur okkar er máttugur og á það til að fara sínar eigin leiðir. Veltið fyrir ykkur hvaða hugsun það er sem skýtur upp kollinum þegar hugurinn fer af stað. Náið djúpri slökun og látið ekkert trufla ykkur. Þetta er góð leið til að slaka alveg á andlega og líkamlega. Líka gott að einbeita sér að því að vera til staðar hér og nú. Til dæmis ef þið eruð í baði einbeitið ykkur þá að nákvæmlega því og stýrið meðvitundinni þangað í stað þess að fara með huganum á flakk (fara t.d. að leysa verkefni dagsins í baðinu). Svo er líka hægt að borða eitthvað hægt og einbeita sér alveg að því, finna hvernig maturinn bragðast og njóta hans án þess að hugsa um nokkuð annað.
  • Farið í rólega gönguferð (ekki verra að fara einn) og njótið þess að horfa á umhverfið og hluti sem þið hafið ekki tekið eftir áður eins og til dæmis hversu fallegur nýfallinn snjórinn er eða laufið sem leggur sig að fótum ykkar.
  • Einnig getur verið mjög gott að koma sér vel fyrir og lesa góða, uppbyggjandi bók (t.d. bækurnar hans Dalai Lama ma. Betri heimur).
  • Við verðum að halda áfram og halda áfram að vera jákvæð, halda í vonina og trúa á okkur sjálf, æðri mátt ef það á við og trúa á betri heim. Hann er til en það er algjörlega í okkar valdi að kalla hann fram bæði hér og nú sem og í framtiðinni.
  • Einnig er góð líkamsæfing ein besta slökun sem völ er á. Maður slakar ótrúlega vel á eftir að hafa tekið vel á því.
  • Að vera í vatni er líka mjög heilnæmt og upplagt að nota okkar mögnuðu sundlaugar til að slaka á í.
  • Margt fleira sem hentar hverjum og einum, þetta voru aðeins nokkur ráð af ógrynni möguleika.

En rétt í lokin þá er það hugurinn og hvernig maður meðvitað stýrir honum sem skiptir öllu máli í því að ná að slaka vel á og gefa sjálfum sér andlega og líkamlega frí til þess að hlaða sig á ný. Við fáum aðeins einn huga og einn líkama og því er það fjárfesting í okkur sjálfum á hverjum degi að taka hvorugu sem sjálfsögðum hlut og fara með okkur sjálf sem okkar dýmætustu eign. Án huga eða líkama eru okkur engir vegir færir.

Farið vel með ykkur kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Takk fyrir þetta.

 Hugljúfir og uppbyggjandi punktar.  Notalegt að sjá hversu heilbrigð þú ert!

 Kveðjur,

Eiríkur Sjóberg, 19.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband