Jafnrétti í Framsókn

Framsókn er sá flokkur sem hefur skarað fram úr í raunverulegu jafnrétti.

Framsókn treystir konum jafnt sem körlum.

Framsókn treystir ungu fólki til áhrifa.´

Þegar Framsókn var í ríkisstjórn gegndu jafnmargar konur ráðherraembættum og karlar og Framsókn átti á tímabili þrjá yngstu þingmenn landsins.

Núna eru fleiri konur í þingflokki framsóknarmanna en karlmenn. Það er merkilegur áfangi en ætti í raun ekki að vera neitt merkilegri en þó þingflokkinn skipuðu fleiri karlar.

Við nýja uppbyggingu þjóðfélagsins er mjög mikilvægt að allir hópar komi jafnt að áhrifum, konur, karlar, ungir, gamlir, og fulltrúar minnihlutahópa samfélagsins. Þannig fara fyrst jafnréttishjólin að snúast.

Það hefur líka sýnt sig að í þeim stjórnum þar sem konur sitja til jafns við karla þá er um meiri arðsemi að ræða.

Ég er ekki hlynnt því að konur séu teknar framyfir á einhverjum afslætti en ég trúi því staðfastlega að árangurinn verði betri ef allir aðilar komi jafnt að borðinu því karlar og konur hugsa ólíkt, ungir og eldri hugsa ólíkt og þannig verður niðurstaðan byggð á ólíkari rökum í stað einsleitrar hugsunar eins hóps. Það mætti stokka talsvert vel upp á Alþingi ef þingmenn ættu að gefa réttan þverskurð af samfélaginu. En þetta er vonandi í áttina. Að minnsta kosti hjá okkur framsóknarfólki.


mbl.is Hlutfall kvenna á þingi komið í 36,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki séð að það hafi breytt neinu til góðs hjá fólkinu í landinu..Sjá þessar hrokafullu konur sem sitja í bankastjórastólunum, eru þær nokkuð til að hrópa húrra fyrir.Þær voga ekki eins að segja frá launum sínum , af því að þær vita að þær vinna ekki fyrir þeim. Sjáðu Ingibjörgu Sólrúnu, það er vandleitað að öðrum eins ........ég vil ekki segja neitt ljótt.  En ljótt er það sem ég hugsa. Konur eru konum verstar.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:24

2 identicon

Þetta er merkilegur áfangi þar sem þetta er í fyrsta skipti sem konur mynda meirihluta í blönduðum þingflokki svo ég viti til. Þá er framkvæmdastjórn flokksins í dag eingöngu skipuð konum.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ýmislegt má bæta í Framsókn í dag - þetta segi ég sem flokksmaður sjálfur. En þetta er þó að minnsta kosti gott mál.

Hvort sem um karla eða konur ræðir, verðum við að gera kröfur til þeirra. En það er eins og við hneykslumst meira á óvinsælum konum, eins og frú Tatcher, sem var forsætisráðherra Bretlands. Getur verið að það sé vegna þess að ímynd okkar af því hvernig konur eigi að vera sé einhver mjúk og nærgætin manneskja, og þeir sem passa ekki í það hólf séu því verri en leiðinlegir karlar?

Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 00:45

4 identicon

Guð hjálpi framsóknarflokknum, er þetta bara saumaklúbbur?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband