Unglingar á Íslandi í slæmum vanda

Þetta er alveg hræðilegt að sjá þetta myndband. Það slær að manni óhug að sjá þetta.

Það er rík ástæða til þess að halda sérlega vel utan um börn og unglinga næstu misserin.

Greinilegt að mjög alvarlegir hlutir eiga sér stað. Ég tel það lýsa því að gerendur gera sér ekki grein fyrir alvarleikanum þegar þeir birta myndband um þetta á vefnum. Það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir því að þetta sé saknæmt.

Því miður sjá börn og ungmenni hryllilegt ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og víðar og hafa ekki endilega þroska til þess að gera sér grein fyrir því að í raunveruleikanum geta til dæmis spörk í höfuð leitt til dauða eða lömunar. Þetta er samt ekki endilega bein orsök vandans heldur eru margir þættir sem valda slíkri hegðun.

Það er gott að taka það fram af gefnu tilefni að auðvitað er þetta mjög fámennur hópur barna og unglinga sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Flest börn og unglingar eru til stakrar fyrirmyndar og standa sig með prýði :). Hins vegar er átak hæstvirts menntamálaráðherra sem kynnt var í dag og birtist tvívegis á mbl.is jákvætt og góð forvörn.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/20/urraedi_um_salraenan_studning_vid_born_og_ungmenni/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/20/farid_yfir_urraedi_um_salraenan_studning_vid_born_v/

Ekki veit ég hvers vegna þetta birtist 2 sinnum sama daginn, kannski hefur þetta farið óvart inn tvisvar eða er ástæða til þess að halda sérstaklega á lofti þessari góðu vinnu ráðuneytisins?


mbl.is Gerðu myndband af líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við að hjá simpönsum er hrottalegara ofbeldi er það frekar heimskulegt að fullyrða að maður þurfi að horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki til að beita ofbeldi...

Horfa simpansar mikið á sjónvarp?

Siggi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:00

2 identicon

Nú þarf lögreglan, skólakerfið, félagsmiðstöðvarnar, FORELDRAR og allir sem geta vettlingi valdið að taka höndum saman og ítreka við börnin í landinu hve alvarlegar afleiðingar ofbeldi getur haft - foreldrar þessara þriggja pilta eru greinilega ekki að sinna sínu hlutverki og á það því miður við fleiri foreldra.

 Ég fékk sting í hjartað þegar ég sá þetta, þið getið ímyndað ykkur sársaukann og hræðslu stráksins sem varð fyrir þessu. Elsku drengurinn. Hann er heppinn að vera á lífi. Var það ef til vill markmið þessara drengja að myrða hann? Ég vona að þeir fái þunga refsingu, þetta eru villidýr!!

Áhyggjufullur lesandi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:20

3 identicon

Ein leið til að vinna gegn birtingu svona viðbjóðs er sú að sleppa því að geta slóðarinnar. Önnur leið er að "flagga" myndbandið á YouTube sem óæskilegt, það vekur athygli stjórnenda þar á því. En til þess þarf að skrá sig inn.

Læt þess getið að ég "flaggaði" öll íslensku slagsmálamyndböndin sem ég fann sem óæskileg. Efast nú samt að ég einn dugi til slíks. Og svo stofna þessir heiladauðu einstaklingar væntanlega bara nýjan reikning og byrja upp á nýtt...

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:22

4 identicon

Unglingar á Íslandi ?

Gerðu það, ekki alhæfa, það er leiðinlegt.

guðrún (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:23

5 identicon

Já, kennum tölvuleikjum og bíómyndum um! Það er alltaf auðveldasta leiðin. Það er bara léleg afsökun í leit að blóraböggli. Hvernig væri kannski frekar að kenna foreldrum um? Uppeldinu? Það sem tölvur og sjónvarp er einmitt nútíma barnapía. Henda barninu bara fyrir framan sjónvarp/tölvuna.

Ertu að segja mér að ofbeldi hjá unglingum var ekki til fyrr en árið 1908 þegar The Story of the Kelly Gang kom út eða þá 1982 þegar fyrst (held ég) leikurin kom út?

Thorhallur (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:24

6 identicon

Rosalega ertu sæt :)

Einar (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:46

7 identicon

Thorhallur, fyrsti tölvuleikurinn sem kom út var Tennis for Two, en hann kom út í Október árið 1958.

 Í honum var hinsvegar ekkert ofbeldi.

Daníel (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Takk fyrir pistil þinn Kristbjörg.

 Ég deili með þér áhyggjum af málinu.  Ég óttast nefnilega að hér sé um toppinn á ísjakanum að ræða.  Hér er alls ekki um neitt gamanmál að ræða!

 Hvað er að gerast?  Þetta er svo sem ekkert nýtt, benda sumir á.  En ég óttast að firringin sé sífellt að ágerast.  Ég vil alls ekki kenna kreppunni um ástandið. Sama hegðunin hefur verið að koma upp á yfirborðið (einkum meðal ungs fólks hefur mér sýnst) í fjölmörg undanfarin ár.

 Áhyggjuefnið er hegðun fólks er hlýst af einhverri óútskýrðri orsök að firringu.  Þetta er í takt við viðvaranir/umfjallanir ýmissra félagsfræðinga/sálfræðinga.

 En mér finnst einhvernveginn blasa við að tölvuleikir og kvikmyndir hljóti að hafa áhrif á hugarheim ungs (og eldra) fólks.  Og ef hugarheimur er undanfari hegðunar verðum við að fallast á að tölvuleikir og kvikmyndir hafa áhrif á hegðun fólks. Leyfi mér í þessu samhengi að benda á eldri pistil minn: http://eirikus.blog.is/blog/eirikus/entry/515809/

 Spurningin er sú hvort frelsiskjaftæðið (afsakið orðbragðið) (ásamt efnishyggjunni) sé farið að hafa of mikil og neikvæð áhrif í átt til firringar.  Jafnvel þótt reglur séu einhverjar til spyr ég mig í alvöru að því hver sé tilgangurinn með framleiðslu ofbeldistölvuleikja t.d.  Mér sýnist svarið vera markaðslegs eðlis - sölumöguleikar og hagnaðarvon skipta meiru máli en samfélagsleg ábyrgð (við vitum öll að yngra fólk en reglur segja til um kemst yfir þessa leiki)!

 Maður fær það á tilfinninguna að inn í líf og hugarheim fólks sé með lævísum hætti verið að læða andfélagslegum og óhollum meinfísnum sem áhrif hafa á hegðun fólks (sums fólks/margs fólks) og þ.a.l. birtingarmynd samfélags okkar.

 Einhverjir telja að um náttúrulegt fyrirbæri sé að ræða.  Því er ég algerlega ósammála, að minnsta kosti í þeim skilningi að ekki eigi að leita orsaka (sem kunna mjög vel að vera menningarlegar, í þessu tilfelli sem mörgum öðrum) með það að markmiði að reyna að skilja og uppræta meinsemdina.  Ofbeldi sem það sem þú fjallar um er alls ekki í lagi.  Og á alls ekki að líðast.  Við þurfum að leita að orsök slíkrar meinsemdar í samfélagi okkar.  Hvers vegna á slíkt sér stað í okkar samfélagi?

 Þeir sem benda á tætt fjölskyldumynstur sem hluta af skýringunni á orsökinni, kunna að hafa eitthvað til síns máls.

 Mér finnst hér um þarft, mikilvægt og athyglisvert umræðuefni að ræða!  Umræðuefni sem ætti að eiga miklu meira vægi í stjórnmálum og orðræðu nútímans.

Eiríkur Sjóberg, 21.11.2008 kl. 00:27

9 Smámynd: Rebekka

"Því miður sjá börn og ungmenni hryllilegt ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og víðar..."

Já það er alveg rétt að það er til nóg af ofbeldisfullu afþreyingarefni.  En hver leyfir börnunum og ungmennunum að horfa á svoleiðis? Eru ekki flestar svona myndir og leikir bannaðar innan 14 eða 16?  Ef að 14 ára unglingur horfir á kvikmyndir sem eru bannaðar innan 16, er það þá myndinni að kenna eða foreldrunum? 

Ég man bara seinast þegar ég fór í bíó þá fór ég á seinustu Batman myndina og blöskraði fjöldinn af krökkum sem voru í salnum.  Að vísu í fylgd með foreldrum, en af hverju leyfa foreldrar ungum börnum að horfa á mynd eins og Batman?  Það er mikill munur á kvikmyndinni og teiknimyndinni...

Rebekka, 21.11.2008 kl. 10:27

10 identicon

Ég skyl samt ekki af hverju fólk er alltaf að kenna bíómyndum, sjónvarpi og tölvuleikjum um. Ég horfði mikið á obeldisfullar bíómyndir, sjónvarp og spilaði ofbeldisfulla tölvuleiki sem krakki og geri enn. Ég hef samt aldrei stundað obeldi.

Það er bara fáranlegt að kenna tölvuleikjum og bíómyndum um þetta.

Óli (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:03

11 identicon

Fyrir utan það, þá eru þetta 15 ára strákar og þeir vita alveg að bíómyndir og tölvuleikir eru ekki raunveruleiki, ef ekki þá eru þeir verulega þroskaheftir.

Óli (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:04

12 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það eru sko oft mjög ungir krakkar sem horfa á myndir bannaðar 18 ára. Ég hef örugglega eitthvern tíma leyft(ekki stoppað)mínum dætrum að horfa á bannaðar myndir. Þótt krakkar viti að þetta er plat þá læra þau af þeim. Mjög trúlegt er að þessi drengur á myndbandinu hafi orðið MJÖG oft fyrir misþyrmingu.

Kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.11.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband