Danskur þingmaður skilur ekki alveg hvað er í gangi hér

Það hafði samband við mig danskur þingmaður. Hann fýsti að vita hvers vegna fólkið hefði verið að mótmæla í gær. Hann sagðist skilja að fólki liði illa en hann skildi samt ekki alveg hvers vegna það væri svona reitt og að mómæla.

Þessi maður er mjög hrifinn af Íslandi og kemur þangað árlega og ferðast og er verulega annt um Ísland og Íslendinga.

Ég vissi varla hvar ég ætti að byrja og hvernig ég ætti að útskýra þetta fyrir honum. Hvernig á að útskýra þetta?

  • Fólk er að mótmæla því það vill að ríkisstjórnin segi af sér nú þegar og mótmælir þangað til hún gerir það
  • Fólk var ósátt yfir því að ungur mótmælandi var handtekinn og handtaka hans ekki í samræmi við ríkjandi lög
  • Fólk vill fá nýtt blóð í forystuna þar sem ekki ríkir traust fyrir núverandi stjórnvöldum
  • Fólk vill fá milliliðalausar hreinskiptar upplýsingar um það sem er að gerast, semja um og vill hafa áhrif á eigin framtíð t.d. IMF
  • Fólk mótmælir því að þurfa að greiða skuldir sem það kom ekki nálægt því að stofna til sem hlutust meðal annars vegna óstöðvandi útrásar, eftirlits í lamasessi og stjórnvalda sem hlustuðu ekki á viðvarandir í eitt og hálft ár

Svona má lengi halda áfram... Er nema von að fólk mótmæli?

Ég fór auðvitað ekki svona djúpt ofan í þetta við þingmanninn enda hefði danskan mín ekki boðið upp á það. Þingmaðurinn komst einhverju nær af spjallinu.

Kjarni málsins er sá að málin eru svo flókin og það er svo djúp ástæða fyrir því að fólk mótmælir í þúsundatali að það geta fáir aðrir en Íslendingar skilið það. Þetta leiðir einnig líkur að því að í þetta skipti muni eitthvað breytast á Íslandi, vekur mér að minnsta kosti von um það. Þó byrjunin sé ekki góð þegar sama fólkið er skipað í bankana í sömu stólana nánast þá trúi ég á íslenska þjóð og að núna verði grundvallarbreytingar sem leiða muni til opnari og heiðarlegri stjórnsýslu og betra samfélags.


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Þessvegna Mótmæli ég takk

  • Fólk er að mótmæla því það vill að ríkisstjórnin segi af sér nú þegar og mótmælir þangað til hún gerir það
  • Fólk var ósátt yfir því að ungur mótmælandi var handtekinn og handtaka hans ekki í samræmi við ríkjandi lög
  • Fólk vill fá nýtt blóð í forystuna þar sem ekki ríkir traust fyrir núverandi stjórnvöldum
  • Fólk vill fá milliliðalausar hreinskiptar upplýsingar um það sem er að gerast, semja um og vill hafa áhrif á eigin framtíð t.d. IMF
  • Fólk mótmælir því að þurfa að greiða skuldir sem það kom ekki nálægt því að stofna til sem hlutust meðal annars vegna óstöðvandi útrásar, eftirlits í lamasessi og stjórnvalda sem hlustuðu ekki á viðvarandir í eitt og hálft ár

Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:57

2 identicon

Og hvað sagði þingmaðurinn við þessu öllu saman... var hann enn hissa á mótmælunum?

Ása M (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband