Verkstæði jólasveinsins

Jólamarkaður Ásgarðs 2008 

Laugardaginn 6. desember frá 12:00 til 17:00 mun Handverkstæðið Ásgarður vera með sinn árlega jólamarkað í húsnæði sínu að Álafossvegi 24 í Mosfellsbæ. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verða kaffi / súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn til okkar og að þessu sinni mun harmonikkuleikarinn Hjálmar Pálsson skemmta gestum með nokkrum lögum Garðar Jökulsson listmálari hefur málað fallega mynd sem hann gaf Ásgarði og verður hún til sölu, en þeir sem vilja eignast myndina geta lagt inn tilboð í myndina á meðan jólamarkaðurinn stendur.

Við í Ásgarði vonumst til að sem flestir sjáið sér fært að koma og kynnast persónunum á bak við okkar fallegu leikföng og samtímis gæða sér á ljúffengum kökum og súkkulaði með rjóma.

Látið sjá ykkur.

Jólakveðja frá starfsmönnum Ásgarðs

 

Ég hef nokkrum sinnum hreinlega misst mig á þessum markaði því það er svo mikið af glæsilegum sérsmíðuðum og fallegum hlutum á þessum jólamarkaði. Þetta er framúrskarandi vinnustaður með framúrskarandi starfsfólki Wink. Stemmingin er eins og maður sé að versla á verkstæði jólasveinsins. Það bara gerist ekki jólalegra en þetta, mögnuð stemming. Ég mæli samt með því að mæta snemma því oft verður uppselt í lok dags!

Bestu kveðjur frá mér til allra í Ásgarði... vildi ég gæti litið við í ár en kem bókað næsta ár!

Frekari upplýsingar má nálgast hér: http://www.asgardur.is/index.php


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fer þá bara og versla tvöfalt .  Rosalega fallegir og sterkir hlutir sem þú hefur gefið okkur frá Ásgarði undanfarin jól.

Hlakka til að sjá þig eftir nokkra daga .

Alla (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband