Framsókn svarar kalli almennings

Það er ljóst að Framsókn er sá flokkur sem svarar kalli almennings um endurnýjun innan raða stjórnmálanna framar öðrum flokkum.

Ekki ber mikið á hreyfingu stórra pósta í hinum flokkunum.

Þetta er skynsöm ákvörðun hjá Valgerði Sverrisdóttur því þó hún hafi margt gott fram að færa þá kallar almenningur eftir endurnýjun og því kalli bregst hún við.

Það verður spennandi að sjá hverjir munu bjóða fram krafta sína til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma.

Stjórnmál heimsins munu breytast á komandi misserum meðal annars með nýjum forseta Bandaríkjanna og stjórnmálin á Íslandi munu breytast mikið einnig og meðal annars Framsókn. Við lærum af fortíðinni lifum í nútíðinni og horfum til framtíðar.

Ný Framsókn er að fæðast og grasrótin öflugri sem aldrei fyrr sem mun leggja sérstaka áherslu á samvinnuhugsjónina og vinna góð störf í þágu íslensku þjóðarinnar eins og hún hefur gert síðastliðin 90 ár. Eftir áföll undanfarinna mánaða verður krafa um aukið gagnsæi, skýrt regluverk og kjörna fulltrúa sem starfa fyrir opnum tjöldum í samráði við þjóð sína.

Það er þörf á breytingum. Það er til dæmis mjög sérstakt að ráðherra bankamála skuli ekki hafa hitt Seðlabankastjóra í heilt ár!!! Ég hefði fyrirfram talið að þeir funduðu amk. mánaðarlega til að taka stöðu mála. Geta má þess að Björgvin hefur þó staðið sig vel í öðrum málefnum og tók til dæmis upp stöðu Tíbeta á fundi með kínverskum stjórnvöldum í vor og það virði ég við hann. Það þarf kjark til þess en er ákaflega mikilvægt.

Ég hvet fólk til þess að flykkjast inn í flokkana og láta ljós sitt skína og hafa þannig bein áhrif á uppbyggingu framtíðarinnar. Ég tel ekki þörf á nýjum flokkum heldur er frekar spurning um að efla þá sem fyrir eru og flestir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar sér á litrófi íslenskra stjórnmála. Sérframboð myndu að mínu mati frekar auka líkur á að sá flokkur sem ber höfuðábyrgð á efnahagsstefnunni festist í sessi enn um sinn. 17 ár hljóta að vera nóg. Tímabært að senda þann flokk í frí amk. á meðan hann býður ekki upp á eitthvað nýtt (hvort sem það er Davíð eða Geir).

En í lokin:

JÁ VIÐ GETUM! - YES WE CAN!


mbl.is Formaður fram að flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband