Framboð af fólki

Það verður spennandi að sitja flokksþing Framsóknar í janúar og kjósa okkur nýja forystu.

Strax eru menn farnir að stíga fram og bjóða krafta sína. Sitt sýnist hverjum og hver og einn þarf að gera upp við sig hverjum hann treysti best flokknum til heilla og til að leiða það mikla starf sem framundan er.

Framsókn er að stíga skref í átt til framtíðar þessa dagana og það er mikill kraftur og gaman að taka þátt í starfinu.

Það er gott að hafa nóg úrval um frambjóðendur.

Megi sá hæfasti verða valinn í heiðarlegu kjöri.

Ég óska Páli Magnússyni til hamingju með framboðið.


mbl.is Páll býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég er sammála því Björn. En af þeim frambjóðendum sem hingað til hafa lýst yfir framboði, þá líst mér best á Höskuld. Vildi samt gjarnan vita meira um hann, hann hefur ekki verið tiltakanlega áberandi.

Páll er skörulegur og hefur eflaust mikla forystuhæfileika. Hingað til hefur hann verið náinn Finni Ingólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur, kannski ekki líklegt til að skila flokknum vinsældum út á við. Þá finnst mér merkilegt að hann sækir í samstarf með Gunnari Birgissyni í Kópavogi, sem er forpokaður sjálfstæðismaður. Mín spurning er því sú, hvort hann er svona hægri-framsóknarmaður eins og Halldór Ásgríms, Finnur Ingólfs og Valgerður.

Persónulega vil ég fá flokkinn meira til baka út á miðjuna. Of mikil áhersla á frjálshyggju er ekki það sem við þurfum. Kratar voru í lægð í langan tíma eftir 12 ára Viðreisnarstjórn með sjöllunum. Þegar þeir svo komust í stjórn '78, sprengdu þeir hana ári seinna og ætluðu í stjórn með sjöllunum aftur. Svo niðurlæging þeirra stóð allt frá 1971 til 1987. Það eru ekki margir kjósendur sem nenna að kjósa flokk sem hefur það helsta hlutverk að starfa með sjöllunum. Sjallarnir hafa alltaf verið það stór flokkur að enginn nær miklu fram á móti þeim, svo að sérkenni samstarfsflokksins komast illa til skila.

Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 04:38

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

P.S. Ég hef alltaf verið meira svona vinstri/miðju-framsóknarmaður, það snýst ekki um fylgi flokksins, en ég nefndi þetta svona sem ákveðin rök.

Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband