Siv býður sig fram

Nú eru línur óðum að skýrast varðandi framboð fyrir komandi flokksþing okkar framsóknarmanna.

Nú þegar eru komnir nokkrir mjög hæfir frambjóðendur og Siv bættist í hópinn í dag. Enn gæti átt eftir að bætast í hópinn. Einnig hefur Sæunn Stefánsdóttir ritari flokksins gefið það út að hún hafi hug á því að sækjast eftir endurkjöri í sitt embætti.

Það er ljóst að úr vöndu verður að velja þegar kemur að flokksþingi og vanda þarf vel val sitt á því fólki sem maður vill sjá leiða flokkinn sinn áfram til nýs sigurs.

Flokksþing það sem haldið verður í janúar verður afgerandi áhrifavaldur fyrir okkur framsóknarmenn og leggur línurnar fyrir það hvert við stefnum á komandi árum.

Það sem ég tel mikilvægast er að ný forysta vinni að góðum og lýðræðislegum vinnubrögðum innan flokksins, leiði framsækna stefnu sem ber hag landsmanna allra fyrst og fremst fyrir brjósti og er í góðum tengslum, takti og endurspeglar það bakland sem flokksmenn eru.

Ég óska Siv Friðleifsdóttur til hamingju með framboðið til varaformanns og Sæunni Stefánsdóttur með það að sækjast eftir endurkjöri.


mbl.is Siv býður sig fram til embættis varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvenær ætlar þetta fáa framsóknarfólk sem eftir er að skilja að flokkur þeirra er í andarslitrunum og allir vona að hann gefi upp öndina sem fyrst. Glæpirnir sem framdir hafa verið í nafni flokksins munu ekki mást af, sama hversu reynt er að skipta um fólk. Framsóknarflokkurinn er og verður helsta tákn á Íslandi fyrir ólögmætan hernað og hryðjuverk undir stjórn  USA í Írak og þeir sem reyna að halda merkum hans á lofti ættu að skammast sín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.12.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Skarfurinn

Vona svo sannarlega að framsóknarflokkurinn þurrkist út í næstu kosningum hvenær sem þær svo verða. Siv Friðleifsdóttir er slakasti heilbrigðisráðherra sem hér hefur starfað og var allt ein rjúkandi rúst er hún hætti og aðrir tóku við. Hu stóð í stríð við m.a. hjartalækna og kom á svo erfiðu ferli fyrir alla sjúklinga að nálgaðist gömlu sovétríkin, maður þurfti tilvísun til að panta hjá hjartalækni og svo þurfti maður arka um allan bæ til að fá hluta TR endurgreiddan, sem betur fer er búið að laga þetta í dag.

Skarfurinn, 16.12.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband