Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Mæli með Halli!
Mikið er ég ánægð að sjá þetta framboð.
Ég hef kynnst Halli Magnússyni í gegnum málefnastarfið hjá Framsókn. Þar fer dugnaðarforkur mikill og góður maður.
Það er ánægjulegt að sjá að Hallur skuli hafa ákveðið að bjóða fram krafta sína fyrir næstu kosningar því hann mun verða öflugur frambjóðandi og þingmaður fyrir flokkinn.
Hallur er sérlega vel að sér í velferðarmálunum sem eru grundvallar málaflokkur fyrir komandi misseri. Mikilvægi þess að standa dyggan vörð um velferðarkerfið og efla það hefur sjaldan verið meira en nú.
Til hamingju með framboðið Hallur og gangi þér allt í haginn félagi .
Hallur Magnússon býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að bloggið hans Ægis dæmi sig sjálft og þá persónu sem þar býr baki sjá http://agir.blog.is/blog/agir/. Frekar ómerkilegt.
Jóhanna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.