Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Dýr einleikur Davíðs á ævintýraeyjunni Íslandi
Það er með ólíkindum í hvaða stöðu íslensk pólitík er.
Þjóðin situr uppi með þyngri skuldahala en nokkru sinni fyrr. Það er raunveruleg hætta á því að við getum ekki haldið uppi velferðarkerfi eins og við þekkjum það vegna gríðarlegra útgjalda á næstu árum sökum skulda. Það er raunveruleg hætta á því að innviðir samfélagsins geti riðað til falls og fólk flýi land í hrönnum. Nánasta framtíð okkar og barnanna okkar er í húfi.
Vegna skulda sem eru tilkomnar vegna raða rangra ákvarðana, ónýts regluverks og siðleysi þeirra manna sem léku kónga í Matador heimsins og íslensku þjóðina að veði sem ábyrgðarmanna. Enginn fylgdist með spilinu og flestir klöppuðu. Þar til reikningurinn kom og ljóst var að þjóðin þarf að borga fyrir útsaumuðu dagskrána í handklæðin og Tinu Turner og annað þvíumlíkt rugl!
Frásögnin af þessum ótrúlega harmleik okkar er með svo miklum ólíkindum að færasta ævintýraskáldi myndi vart detta hún í hug þar sem koma meðal annars til umræðu lán til fjarlægra fursta og grafinna fjársjóða á ævintýraeyjum.
Trúverðugleiki okkar í efnahagsmálum er enginn.
Og ekki dettur Davíð Oddssyni til hugar að víkja til hliðar þó ekki væri nema til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar íslenskum almenningi til bjargar. Þetta snýst ekki lengur um það hver gerði hvað og af hverju. Með óbreytt kerfi náum við okkur ekki á flot. Það verður Davíð Oddsson að skilja. Það er miklu meira í húfi en persóna hans og heiður. Lífsafkoma heillar þjóðar er undir því komin að hægt sé að byggja upp að nýju. Ég trúi því ekki að Davíð sé tilbúinn að fórna heimilum og fyrirtækjum landsins fyrir þann einleik sem hann leikur nú. Eða hvað?
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
hvar kemur Davíð Oddsson að þessu ?
Jón Snæbjörnsson, 8.2.2009 kl. 23:01
Ég er svo sammála þér með DO. Hann hefur aldrei hugsað um neitt nema eigin hagsmuni. Ekki þjóðarhag.
Erla J. Steingrímsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.