Ísland og Íslendingar... best í heimi í bókstaflega öllu!

Við erum fámenn þjóð en við erum ákaflega merkileg þjóð. Með miklum dugnaði, kjarki, þor og seiglu hefur okkur tekist á mjög skömmum tíma heimssögunnar að komast úr moldarköfum á þann stað að vera á heimsmælikvarða. Í öllu meira að segja bankahrunum...

Við höfum verið hamingjusamasta þjóð heims, verið í fararbroddi í heilbrigðismálum, fætt af okkur ótrúlega eftirminnilega listamenn sem hafa lagt heiminn að fótum sér. Íslendingar hafa að mörgu leyti skarað fram úr hvar sem þeir koma. Sumir kannski tekið þetta með að leggja heiminn að fótum sér aðeins of bókstaflega...

Ég held að sú sérstaða að búa ein og óstudd langt úti í hafi hafi leitt til þessarar seiglu þjóðarinnar. Við höfum lært að skapa okkar eigin örlög og lært að vera úrræðagóð og framsýn með meiru. Kannski vegna fámennisins að þá hefur hjarðhegðun og mannleg flatneskja verið sjaldgæfari. Við höfum haft úr fleiri hlutverkum að spila á mann en í stærri samfélögum og viljum skara fram úr.

Við höfum meðal annars byggt upp velferðarkerfi sem er í fremstu röð. Þess má geta að framsóknarmenn hafa verið þaulsetnir í velferðarráðuneytunum á meðan sjálfstæðismenn hafa setið í efnahagsráðuneytunum... Við erum samt kröfuhörð og ég er mjög kröfuhörð kona og vil sjá þau miklu betri en þau eru í dag þrátt fyrir góðar niðurstöður samanburða við önnur ríki. Lengi má gott gera framúrskarandi!

Oft er sagt að það sem er mesti galli manns sé einmitt líka mesti kosturinn. Tvær hliðar á sama peningi. Núna þurfum við að muna það að halda þeirri hlið uppi sem er dugnaðurinn okkar, framsýnin, framtakssemin, eljan, kjarkurinn, þorið, seiglan, baráttuandinn og hugsunin um að við séum best í heimi!

Þá munum við komast vel út úr þeim hremmingum sem við sitjum í núna.

Við skulum ekki bara standa vörð um okkar góðu kerfi. Við skulum öll hugsa út fyrir rammana að nýjum úrræðagóðum lausnum sem miða að því samhengi sem við lifum í í dag. Þannig veit ég að við getum eignast kerfi sem eru enn betri  þrátt fyrir að þrengi að. Við skulum sýna það í uppbyggingu okkar að við erum best í heimi! Líka í því að byggja upp nýtt fyrirmyndar samfélag.


mbl.is Ísland heilsusamlegast í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband