Mikilmenni verða til á krepputímum

Ég vil byrja á að hrósa þessu framtaki. Eins og framtakið "Brosum með hjartanu" á Akureyri, fyrirhuguð koma Dalai Lama og fleira þá er þetta einmitt það sem íslenska þjóðin þarf til þess að þjappa sér saman á komandi misserum.

Við megum aldrei gleyma því mikilvægasta í lífinu sem er kærleikurinn.

Ég var að horfa á mynd í kvöld um Kennedy og þá rann upp fyrir mér það að hann talaði og minnti á margan hátt á eftirmann sinn Barack Obama. Báðir eru þeir menn fólksins, maður sér það á þeim og maður heyrir það á rödd þeirra og hvernig þeir tala. Báðir tala þeir út frá hjartanu en spila ekki bara tóna sem þeir halda að þeir nái völdum með. Báðir eru þeir menn sem sjá heildarmyndina og vilja bæta heiminn með góðum leiðum. Báðir sjá þeir að við eigum hvert og eitt miklu meira sameiginlegt en það sem sundrar okkur. Þetta er í anda þess sem Dalai Lama hefur einnig boðað. Allir hafa þeir þennan neista og persónusjarma sem sannur leiðtogi hefur.

Þetta eru stórmenni. Allir þrír hafa verið leiðtogar á ákaflega erfiðum tímum. Það er einmitt á slíkum tímum sem raunverulegu stórmennin og þeir sem eru ekki fæddir leiðtogar skiljast að.

Ég bíð spennt eftir því að sjá slíka leiðtoga koma fram í kjölfar áfallanna á Íslandi. Leiðtoga sem eru fyrir fólkið, eru réttsýnir og ala á kærleik og jöfnum rétti allra, leiðtoga sem sjá upp úr sandgryfjunni og að mörkum sjóndeildarhringsins. Leiðtoga sem láta ekki karp pólitískra flokkshagsmuna, samkvæmisleikja Alþingis og annað rugl færa sýn sína frá því sem mestu máli skiptir: Að vera leiðtogi fólksins á þeim erfiðari tímum sem við höfum farið í gegnum sem þjóð. 

Ég tel Jóhönnu Sigurðardóttur komast næst þessu og Sigmundur Davíð er einstaklingur sem spennandi verður að fylgjast með í þessu tilliti.


mbl.is Senda jákvæða strauma frá Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi færsla þín er falleg og uppbyggileg. Takk fyrir hana og það meiga fleiri hugsa og skrifa svona.

Þið sem viljið láta endurskoða Stjórnarskrá Íslands, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Þar er hægt að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband