Styðjum bændur og tryggjum eigin velferð

Vísir, 12. feb. 2009 07:13

Bændur óttast hærra áburðarverð

mynd Kristján Oddsson og Dóra Ruf, bændur að Neðra-Hálsi í Kjós. MYND/GVA

Bændur óttast að áburðarverð muni enn hækka í ár, jafnvel um 20 til 30 prósent. Í fyrra hækkaði áburðarverð um hátt í 80 prósent frá árinu áður.

Ef farið er nokkur ár aftur í tímann kostaði tonnið af áburði um það bil 25 þúsund krónur en var komið yfir 60 þúsund krónur í fyrra. Bændur búa sig undir að draga enn frekar úr áburðargjöf í ár, en segjast lítið svigrúm hafa svo ekki fari að draga úr framleiðslu á mjólk og kjöti.

Við þurfum að standa vörð um bændurna í landinu. Það heldur þessum störfum við og öllum afleiðustörfunum sem myndast í kjölfarið. Það tryggir einnig þann grundvöll að við séum sjálfu okkur næg sem er ákaflega mikilvægt á þeim óvissutímum sem ríkja nú.

Ég vil ekki þurfa að horfa til baka síðar þegar við sætum uppi með arfa lélegt kjöt og aðrar innfluttar afurðir og það væri ekki á færi hins almenna Íslendings að kaupa gott íslenskt kjöt á sama tíma og hver rannsóknin á fætur annarri sýndi mikilvægi þess að borða sem hreinasta fæðu. Við skulum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa að horfast í augu við málsháttinn "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur".

Miðað við mína reynslu af því að búa í öðru landi þá er það munaður að eiga þær ómenguðu og stórkostlegu landbúnaðarvörur sem við eigum. Hér í Danmörku kaupi ég nánast aldrei kjöt, einstöku sinnum kjúkling af þeirri einföldu ástæðu að það er vont og fjöldaframleitt.

Íslenska lambið, nautið, mjólkin, kjúklingurinn og svínið og allt sem við höfum skulum við standa vörð um og tryggja okkar eigin velferð og heilsu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir þetta ég hef takmarkaða list á kjöti þegar ég ferðast erlendis og ekki finnst mér að ég fái almennilegt smjör nema hér. Bændur spjara sig nokkuð held ég nema þeir sem eru búnir að skuldsetja sig upp fyrir haus til að koma upp verksmiðjubúum sem ég hef aldrei verið hrifin af.

En ég óttast um bændur ef íslendingar færu að álpast inn í ESB.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.2.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband