Mánudagur, 16. febrúar 2009
Leikskólinn Þingborg
Ég er algjörlega búin að fá upp í kok af því að fylgjast með fréttum frá íslensku Alþingi og þá sérstaklega þátttöku þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig ástandið er í þjóðfélaginu. Það hefur engin áhrif á krakkana á leikskólanum Þingborg sem staðsettur er við Austurvöll, sérstaklega krakkana á bláu deildinni. Þeir virðast halda áfram að finna sér eitthvað að rífast yfir sem skiptir þjóðina nákvæmlega engu máli.
Jú, víst ég gerði þetta frumvarp, hann Ömmi er sko að stela sandkastalanum sem ég byggði segir Guðlaugur... Sko sko hún Jóhanna er að ljúga um samtalið við leikskólastjórann í AGS leikskólanum segir Geir og grenjar...
Ég verð sífellt sannfærðari um það að Sjálfstæðisflokkurinn er eins og kemur fram í þessum pistli ekkert annað en geislavirkur úrgangur sem enginn ætti að koma nálægt á næstunni eigum við að koma þjóð okkar upp úr þeim djúpa pytti sem þessi flokkur ber stærsta ábyrgð á að koma okkur í.
Á meðan stór hluti þingheims hagar sér eins og bjánar á leikskólanum Þingborg sem við almenningur greiðum þeim stórfé fyrir að vera á þá blæðir þjóðinni út og núna eru 15.000 manns atvinnulausir og sú tala snarhækkar í hverri viku!
Hafa þessir leikskólakrakkar ekkert annað að gera en rífast um fjaðrir til að skreyta sig með? Í hvaða heimi er þetta fólk eiginlega??? Þó það sé öskudagur á næstunni...
Þingmenn karpa um fjaðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hehe frábær texti hjá þér Kidda, frábær eins og vanalega :)
Sólveig Fríða (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.