Ábendingar AGS samhljóma ábendingum Framsóknar

Þær athugasemdir sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir eru í samræmi við þær athugasemdir sem framsóknarmenn hafa nú þegar gert.

Ég er ánægð með þau vinnubrögð framsóknarmanna að hugsa málin vel í gegn og gæta þess að þau fái eðlilega málsmeðferð. Það varð okkur mjög kostnaðarsamt á haustmánuðum þegar þáverandi ríkisstjórn tók lítt ígrundaðar skyndiákvarðanir um mikilvæg mál.

Góðir hlutir gerast hægt og það verður maður að muna. Ég sjálf vil ekki drepa málunum á dreif heldur vil að þau gangi hratt fyrir sig en sum mál eru þess eðlis að vægi þeirra er það mikið að taka verður þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að afgreiða þau á vandaðan og farsælan hátt. Þetta þarf fólk að muna sem fer strax að agnúast ef hlutirnir gerast ekki á skyndihraða að það samræmist ekki þeirri kröfu að um vönduð vinnubrögð sé að ræða.


mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband