Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Kastljós hengir bakara fyrir smið
Ég fylgdist með Kastljósinu í kvöld.
Mér þótti umræðan vera heldur merkileg og lýsandi fyrir algjöra vanhæfni íslenskra fjölmiðla sem hafa sannað vanhæfni sína í umfjöllun eftir bankahrunið. Það vantar alveg rannsóknarblaðamennsku hjá þeim og að setja hlutina í rétt samhengi.
Í sama þætti er rætt við sérskipaðan saksóknara yfir stærsta fjárglæframáli Íslandssögunnar sem kosta mun hvert mannsbarn fleiri milljónir og Óskar Bergsson vegna 90 þúsund króna móttöku.
Það er ekki minnst á það í umræðunni sem tengist saksóknaranum hvers vegna í ósköpunum ekki skuli koma hingað aðilar erlendis frá sem eru algjörlega óháðir til þess að aðstoða við þessa rannsókn og þetta risavaxna sakamál. Það er svona rétt imprað á því að það sé nú óheppilegt að 4 MÁNUÐIR séu liðnir og nánast ekkert búið að gera. Það er nánast eins og hér sé um nokkra þúsund kalla að ræða sem þurfi að skoða svona aðeins í rólegheitunum hvert hafi nú fokið án þess að styggja kóng eða prest og gæta mannorðs allra aðila ákaflega vel...Sem vel að merkja hafa haft nægan tíma til þess að telja hvert einasta sandkorn sem þeir hafa grafið gullkistur sínar undir m.a. á Tortulu og strá í fótsporin á meðan íslensk stjórnvöld hugsa málin í rólegheitunum!
Ég hef ALDREI síðan bankahrunið varð, hvað þá fyrir það heyrt almennilega umfjöllun um alla þá MILLJARÐA sem eytt var í alls konar móttökur og veislur, glingur og dekur sem bankarnir stóðu fyrir. Veislur þar sem hver einasti gestur var leystur út með hálsmeni eða ermahnöppum, flogið með rétta fólkið til Kína í veislur og fleira í þeim dúr. Einkamál? Nei, alls kostar ekki. Ekki þegar almenningur situr núna uppi með reikninginn fyrir þessu og greiddi fyrir drjúgan skilding í formi okurvaxta og óþarfa smurnings.
Á sama tíma er Óskar Bergsson framsóknarmaður tekinn í þriðju gráðu mjög hlutdræga og ófaglega yfirheyrslu vegna móttöku sem hann hélt sem kostaði 90 þúsund krónur og var ekki í bága við nein lög eða venjur. Það má vel vera að skipulag móttökunnar hafi verið á gráu svæði og betra hefði t.d. verið að halda þá bara móttöku fyrir alla ráðstefnugestina og bjóða upp á djús... Ég er ekki sveitarstjórnarmaður eða hef starfað í borgarstjórn og get ekki lagt mat á hvað sé eðlilegt og hvað ekki.
Ég tel Kastljósið sýna þarna svart á hvítu hversu lélegir íslenskir fjölmiðlar eru oft á tíðum. Það er allt í lagi að gera athugasemd við þennan verknað Óskars og um að gera að vera krítískur á allt slíkt þessa dagana og veita stjórnmálunum aðhald. Ég spyr mig hins vegar hvort þetta sé eðlilegt samhengi hlutanna á meðan þeir sem virkilega kosta okkur skildinginn fá bara að halda sinni iðju áfram í friði og spekt án þess að vera teknir á beinið af fjölmiðlum eða öðrum.
Er ekki aðeins verið að hengja bakara fyrir smið? Stutt í kosningar náttúrulega...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Athugasemdir
Hann má einmitt kalla til erlenda sérfræðingar sbr. sem haft var eftir Birni Bjarnasyni
"Saksóknari mun því rannsaka jafnt opinberar stofnanir sem einkafyrirtæki í landinu. Gert er ráð fyrir að 9 starfsmenn starfi hjá hinum sérstaka saksóknara og er gert ráð fyrir kostnaði upp á 76 milljónir á ári, inni í þeirri tölu er erlend sérfræðiráðgjöf sem saksóknara er heimilt að leita eftir."
Minni þig líka á Kidda að ólíkt öðrum löndum þá eru þessar stofnanir flestar í höndum ríkisins og því óhægt um vik fyrir þá sem hugsanlega eru sekir að fara neitt með sín sönnunargögn. Það var líka hér finni sem er sérfræðingur í þessum málum og hann er að vinna að þessu líka. Það eru rannsóknir í gangi innan FME, efnahagsbrotadeildar og fleiri.
Ég er á móti því að hér séu menn sviptir mannorði sínu áður en rökstuddur grunur er staðfestur. Tek undir með saksóknara að staða grunaðs er mannorðs skemmandi.
Leyfum þeim að rannsaka þetta. Það breytir engu um framtíðina. Þeir eru hvort eða er löngu búnir að fela það litla sem þeir áttu af peningum gerðu það í september. Þeir áttu til að byrja með lítið annað enn skuldir þegar allt kom til alls. Þeir keyptu felst fyrirtæki erlendis á yfirverði og meiri lánum sbr. verslunar miðstöðvar í Danmörku. Dönum datt ekki í hug að borga eins mikið og þeir gerðu þar. Þannig að þeir eiga held ég lítið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.2.2009 kl. 21:05
,,Á sama tíma er Óskar Bergsson framsóknarmaður tekinn í þriðju gráðu mjög hlutdræga og ófaglega yfirheyrslu vegna móttöku sem hann hélt sem kostaði 90.."
Fyrir gefðu, kjörnir pólitískir fulltrúar og embættismenn eru búnir að koma þessari þjóð í þá stöðu, að atvinna og heilbrigðisþjónusta verður talin til forréttinda !
Framsókn á stóran þátt í að þjóðin er komin á hausinn !
Hvenær ætlið þið að læra ?
JR (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:20
Er Reykjavík ekki höfuðborg Íslands? Með allar þær byggingar og tekjur frá ríkinu sem renna til borgarinnar, því mættu þessir flokkar ekki bjóða til sín landsbyggðinni? Landsbyggðin er mjög gestrisin og tekur vel á móti fólki úr höfuðborginni.
Því mega flokkar ekki halda fundi og ræða saman málin á þessum tímum? Þetta er jú höfuðborgin og gömul og góð hefð að hittast! Ég meina þetta er nú ekki eins og það hafi verið sukkað út yfir gröf og dauða.
Ég vona bara að VG og Samfó taki vel á móti landsbyggðarfólki úr sínum flokkum sem kemur til höfuðborgarinnar. Það þarf jú að standa saman núna og miðla reynslu, þó svo að það kosti aðeins.
Soffía (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:09
Já mér fanst fáar krónur þarna um að ræða, þótt segja megi að margt smátt geri eitt stórt. Samt er ég ekki nein sérstök framsóknarkona (hef stundum kosið þá). Mér fanst þetta frekar svona eins og ekkert væri fréttnæmt nema borgarstjórinn fyrverandi, Ólafur. Knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.2.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.