Stjórnvöld stuðli að hollu líferni

 

Stjórnvöld þurfa að stuðla að hollu líferni og þar með sparnaði í heilbrigðiskerfinu með mun meiri hætti en verið hefur.

Stjórnvöld eiga að beita skattaáhrifum til þess að hafa áhrif á það að lækka verð á ávöxtum, grænmeti, fitusnauðri vöru og annarri hollustuvöru. Það er sorgleg þróun að oft er það óhollasta varan sem er ódýrust.

Í stað þess á að skattleggja óholla vöru eins og sælgæti, gos, kökur, snakk, skyndibitafæði og annað í þeim dúr ríkulega þar sem það á að vera munaðarvara. Það er einnig eðlilegt að þeir sem kjósa að lifa á slíkri vöru þurfi að leggja meira til heilbrigðiskerfisins óbeint í gegnum skattinn þar sem þeir munu nýta það að öllum líkindum meira á sama hátt og reykingafólk.

Siv Friðleifsdóttir og fleiri flutti frumvarp um transfitusýrur í matvælum sem ég hef ekki enn séð fara í gegn sem er mjög mikilvægt og er í samræmi við t.d. reglur hér í Danmörku þar sem magn transfitusýra í matvælum má aðeins vera upp að ákveðnu marki. Transfitusýrur hafa meðal annars mikil áhrif á hjartasjúkdóma og því er þetta mikið hagsmunamál til bættrar heilsu.

Ég tel einnig að Ríkið ætti að niðurgreiða ávexti og grænmeti til allra stofnana sérstaklega leikskóla og barnaskóla til þess að yngsta kynslóðin venjist strax hollum lifnaðarháttum. Því miður eru alls ekki öll börn sem eru alin upp við slíkt. Þetta myndi einnig styrkja íslenska grænmetisbændur í leiðinni.

Aðgerðir sem þessar myndu skila okkur miklum árangri í heilsu landsmanna og sparnaði í heilbrigðiskerfinu.

Það er með þetta eins og að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga að þetta er gríðarlega mikilvægt og hefur mikið forvarnargildi en þar sem ágóðinn kemur ekki fram næsta dag er þessu alltaf frestað og í staðinn er krónunni kastað fyrir aurinn!


mbl.is Hreyfing og hollt fæði í baráttunni við krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarftu virkilega hjálp stjórnvalda og lagasetningar frá Alþingi til þess að forðast óhollan mat?

Gaur (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband