Einnar nætur ævintýri ríkisstjórnarinnar

Ég held að ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna hafi aðeins gleymt sér í sælunni að vera loks komin í ríkisstjórn. Samfylking yfir að hafa skipt um bólfélaga en Vinstri græn yfir að hafa loks komist upp í hið langþráða ból.

Svo mikil ánægja virðist hafa ríkt að menn gleymdu sér á bleika skýinu og fóru að tjalda til meira en 80 daga og hugsa um allt aðra hluti en þá sem lagt var upp með.

Þessi ríkisstjórn var studd vantrausti af framsóknarmönnum með mjög skýrum markmiðum að leiðarljósi. 1. Stjórnlagaþingi, 2. Kosningum ekki seinna en 25.apríl og 3. Aðgerðum strax til handa heimilum og fyrirtækjum.

Það eru því eðlileg vonbrigði þegar menn blindast í sæluvímu og vinna ekki nógu hratt og vel fyrir vikið að settum fyrirfram ákveðnum markmiðum.

Ég tel hins vegar alveg góðan möguleika á að þetta einnar nætur ævintýri gæti þróast út í eitthvað meira og úr verði vinstrisinnuð stjórn eftir kosningar. Ég held að fæstir vilji sjá Sjálfgræðgisflokkinn við völd í bráð. Vinstri græn hafa staðið sig ágætlega fyrir utan áðurnefndan seinagang og Jóhanna stendur alltaf fyrir sínu.

Ég myndi samt vilja sjá miklu meiri endurnýjun hjá regnhlífarsamtökunum Samfylkingu og tel það hafa verið algjör mistök hjá Ingibjörgu að stíga ekki til hliðar í stað þess að fá far með Jóhönnu. Ég myndi vilja sjá tillögur að neyðaraðgerðum frá öllum flokkum strax í stað þess að kíkja bara yfir á tillögur okkar framsóknarmanna og fetta fingur út í þær! Saman gætu allir þessir flokkar endað á ansi góðum neyðarúrræðum, ef allir legðust á eitt.

Spurningin er hvort hinir flokkarnir ætli bara að teika tillögur okkar með froðusnakki og yfirborðskenndri gagnrýni eða koma sjálfir fram með tillögur og hætta að vera thinkers og verða doers eins og við.


mbl.is „Þetta var góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og knús til þín frænka, ég vil sjá vinstri stjórn þótt mér finnist oft að það sé sama hvaða flokkur er "stólarnir" á alþingi hljóta að vera mjúkir(allavega ráðherrastólarnir).  Nú er Ingibjörg Sólrún hætt í bili og vona ég að hún nái góðri heilsu aftur. Hver verður formaður,ég held að Jón Baldvin eigi ekki séns.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.3.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband