Hver á að biðja hvern afsökunar?

Þetta er gott framtak hjá Morgunblaðinu og til eftirbreytni.

Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort Geir og margir fleiri... skuldi ekki þjóðinni afsökunarbeiðni fyrir arfaslaka frammistöðu sína á erfiðum tímum. Skuldar hann ekki þjóðinni afsökunarbeiðni fyrir að hafa tekið þá röngu ákvörðun að fljúga um allar trissur til þess að sannfæra réttmætar viðvörunarraddir um að hér væri allt í stakasta lagi og slá á þær? Skuldar hann ekki ótal Íslendingum afsökunarbeiðni sem glaðir hefðu viljað eiga sparifé sitt enn, á meðan útvaldir menn fengu réttu upplýsingarnar og gátu því forðað sínum sjóðum í öruggt skjól.

Hins vegar óska ég þess innilega að fréttamenn haldi áfram á þeirri rannsóknarbraut sem margir þeirra hafa unnið á og vinni eins hlutlaust og hægt er að því að komast að því hvað gerðist eiginlega. Hitt er annað mál að slíkur fréttaflutningur er mjög þreytandi til lengdar og því þarf að velja úr það bitastæðasta.

Málin eru mjög alvarleg og vissulega vill fólk nákvæmar, hlutlausar fréttir af framvindu mála en það má ekki kosta það að fréttaflutningur festist í neikvæðni því það brýtur aðeins niður þjóðarsálina smám saman og sjálfsmynd landsmanna. Þess vegna þarf að huga sérstaklega að jákvæðum og uppbyggjandi fréttum til mótvægis. Í raun þyrfti sérstakt átak um það að halda jákvæðu efni að fólki sem kveikir von og gleði. Það mun efla fólk upp á við í stað þess að snúa því niður í spíral neikvæðni og vonleysis.


mbl.is Afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Eðli framsóknarkonunnar stoltu kemur skýrt fram!  Líklega er hún ekki langt komin í sálfræðinámi sínu í Danmörku.  En ef svo er, þá óska ég eftir að hún verði bara þarna áfram.  Það er bara gott á Baunana.  Og líklega er framsóknarfólki erlendis að fjölga mjög, miðað við fylgishrun flokksins.  Megi þeir fara sem flestir!

Halldór Halldórsson, 26.3.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Zmago

Mér finnst mbl skulda hundinum afsökunarbeiðni.

Ekkert hefur hann gert af sér!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Zmago, 26.3.2009 kl. 11:39

3 identicon

mbl hefði átt að skipta fréttinni öfugt - langan kafla fyrst um hundinn, örstutt gleðifrétt í endann um brottför Geirs, án alls drama

Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband