Flokkur á leið í stjórnarandstöðu

Ég tel það hollast að þessi flokkur fari í langt og gott frí frá stjórn landsins og setjist í stjórnarandstöðu.

Hann vék jafnframt að sterkri fjárhagsstöðu flokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur best að vígi í samanburði við aðra flokka og er minnst skuldum vafinn," sagði Andri.  Hann sagði að styrktarmannakerfi flokksins væri birtingarmynd þess sem flokkurinn stæði fyrir. Best væri fyrir flokkinn að vera sinn eigin herra og sjálfum sér nægur. (Tekið úr fréttinni).

Hvers vegna ætli flokkurinn standi nú svona vel fjárhagslega?

Styrktarmannakerfi birtingarmynd þess sem flokkurinn stendur fyrir! Mikið rétt. Þessi flokkur sér um sína og vinnur ötullega fyrir auðvaldið sem hendir svo smáklinki tilbaka í flokkinn!!!

Best fyrir flokkinn að vera sinn eigin herra og sjálfur sér nægur! Einmitt, þessi flokkur þarf ekkert að spá mikið í þjóðina sem hann vinnur í umboði fyrir. Hann sér um sig og sína!!! Það hefur nú sýnt sig rækilega í því hvernig þeir hafa troðið sínu fólki alls staðar um embættismannakerfið. Geir sá líka ástæðu til þess að biðja flokkinn afsökunar á afglöpum sínum en ekki þjóðina.

Ætli Andri hafi áttað sig á því hversu illilega hann er að opinbera hugsanagang Sjálfgræðginnar í þessum orðum sínum?

Þetta er ekki það sem íslenska þjóðin þarf þegar hún reynir á næstu árum að græða sár þau sem meðal annarra þessi flokkur hefur valdið. Flokkurinn sem hefur sagt okkur síðustu 18 ár að engum öðrum sé treystandi fyrir efnahagsstjórninni. Flokkurinn sem farið hefur með efnahagsmál þessi sömu 18 ár og steypt okkur í algjörar ógöngur í þeim efnum og mesta hrun sem sögur fara af hjá Vestrænni þjóð.

Flokkurinn sem lækkaði mest skattana á þau 10% þjóðarinnar sem hæstar tekjur hafa og hækkaði mest skattana á þau 10% sem lægstar tekjur hafa.

Nei takk! Ekki meira af því!!!


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristbjörg, þetta er hárrétt hjá þér. Haft var forðum eftir þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, tekið úr ræðu, " við skulum hugsa fyrst og fremst um hagsmuni okkar, flokksins og þjóðarinnar". (ÓlafurThors). þessi stefna er enn leiðarljós þessa safnaðar sem leynt og ljóst telur sig standa ofar því fólki sem ekki fylgir stefnu "þeirra og Flokksins", og ekki að fela þá skoðun sína, að önnur lögmál gildi undir vængjum bláa ránfuglsins, en hjá "hinum", afgangi þjóðarinnar. Miðju- og vinstri öflin tóku sin til, að undirlagi Framsóknarflokksins, og ákváðu að senda þennan úrelta og gjörspillta "Flokk" í langt frí frá landsstjórninni, og nú líður þeim eins og Kölska undir húslestri séra Sæmundar í Odda forðum, lofa bót og betrun, og reyna að hreinsleikja dyrahelluna, í von um velvild kjósenda! En þeirra framlag til efnahagshörmunga okkar er geymt en ekki gleymt, því skelfur Valhöll og söfnuðurinn allur af ótta við dóm þjóðarinnar!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband