Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Stelpurnar okkar!
Stelpurnar okkar hafa tekið fyrsta skrefið inn í framtíðina.
Þrátt fyrir að það hefði verið toppurinn að ná sigrum í þessum tveimur leikjum þá eru þær búnar að standa sig eins og sannkallaðar hetjur. Stærsti sigurinn felst í því að koma liðinu á slíkt stórmót og með því koma kvennaknattspyrnunni rækilega á kortið hér á landi. Skyndilega hefur landinn eignast stelpurnar okkar í stað þess að eiga bara strákana okkar! Það er mikil breyting.
Ég hef fylgst með liðinu með öðru auganu og fyllst stolti. Ég er stolt af því að upplifa viðhorf þeirra og stemninguna sem hefur verið ríkjandi í liðinu. Þær hafa haft viðhorf sem öll þjóðin mætti tileinka sér. Að gefast aldrei upp og berjast fram í rauðan dauðann. Margrét Lára hefur til dæmis verið áberandi glæsilegur talsmaður þess að gefa ekkert eftir. Oft hef ég hugleitt það að þær þyrftu að messa aðeins yfir forystumönnum þjóðar okkar. Þær hafa kraftinn, þorið og duginn sem á köflum hefur skort í ýmsa frammámenn þjóðfélagsins.
Sjálf spilaði ég fótbolta á mínum yngri árum. Ég man þá tíma sem kvennaknattspyrnan var mörgum áratugum á eftir karlaknattspyrnunni. Hún var varla sýnd í sjónvarpinu og tómir bekkir voru á öllum leikjum jafnvel þótt væri frítt inn á þá. Sem ung knattspyrnukona hafði maður því ekki eins áberandi fyrirmyndir og strákarnir höfðu. Það mun taka tíma að ná kvennaboltanum enn lengra en ég tel að nú sé boltinn kominn það vel af stað að við munum uppskera mjög ríkulega í framtíðinni og eiga raunverulega möguleika á því að blanda okkur í toppslaginn. Þetta er aðeins fyrsta skrefið. Áfram stelpurnar okkar - Áfram Ísland :).
EM: Við ætlum aftur á stórmót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fætur í jörðu, sól í hjarta. Það er ekkert einfalt mál að láta adrenalínið vinna sér í hag, en það tekst með æfingunni. Það vantaði aðeins upp á það hjá stelpunum. Það koma önnur mót og þessar stelpur eiga eftir að gera það gott. Vantar fleiri Hólmfríði í liðið, aðeins skapminni kannski
Guðmundur Pétursson, 28.8.2009 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.