Þriðjudagur, 6. október 2009
Upp úr hjólförunum
Ég tek ofan af fyrir fólki sem hefur þann kjark að biðja afsökunar. Það skiptir þó máli hvernig það er gert en þetta er vissulega spor í rétta átt hjá Jóhönnu.
Ég hef aðeins verið að fylgjast með umræðum á Alþingi í dag.
Ég verð að segja það að ég bara skil ekki hvernig sumir þingmenn Alþingis virðast bara ekki geta komist upp úr gömlum hjólförum og troðið ný. Alltaf virðast þeir falla ofan í gamla farið og spóla sig dýpra og dýpra.
Það er óþolandi fyrir fólk sem situr heima í miklum erfiðleikum sem eru að stórum hluta afrakstur afglapa og raða mistaka yfir langan tíma horfa upp á þingmenn eyða dýrmætum ræðutíma sínum í leikræn tilþrif, söguskýringar og langar ræður sem fjalla um fortíðina og ekki um neitt. Allt sem fólk hefur heyrt áður, allt of oft.
Nú eiga Alþingismenn að bjóða upp á eitthvað nýtt. Nýja strauma, nýjar ferskar umræður um lausnir og samstöðu.
Það er sorglegt að horfa á hvernig sumir Alþingismenn virðast enn fastir í því að eyða öllu sínu púðri í að kasta rýrð á næsta flokk eða næsta þingmann. Hver græðir eiginlega á því? Þetta minnir mann stundum á leikskóla þar sem hver deildin er upp á móti annarri og allt púður fer í rifrildi um sjálfan leikskólann og fyrir utan hann er enginn heimur til.
Svona vinnubrögð og umræður eru ekki boðleg þjóð sem situr í sárum og þarf röklega umræðu, uppbyggingu, framkvæmdir og framtíðarsýn.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð skrif hjá þér frænka..Ég er orðin svo þreytt á þessu. Gafst upp á að horfa í gærkvöldi..en ég sá á blogginu að formaðurinn þinn hafið þótt standa sig best..Honum var hrósað úr öðrum flokkum og einmitt þannig á það að vera.
Kveðja til þín.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.10.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.