Framsókn og froskurinn

Mér þykir áhugavert að fylgast með umræðunni þessa dagana varðandi frumkvæði okkar Framsóknarmanna um viðræður við Norðmenn um hugsanlegt lán.

Ekki vantar úrtöluraddir þegar menn troða nýja slóð eða fara út fyrir rammann.

Þá er ágætt að minna á söguna um froskinn.

Froskur þessi tók þátt í hlaupi upp á fjall. Allt í kring hrópuðu aðrir froskar hástöfum að hlaupurunum: "Þið náið þessu aldrei", "Þið náið aldrei í mark", "Þið náið aldrei upp á topp". Einn af öðrum lögðu froskarnir upp laupana og hættu. Nema einn, hann hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist þar til hann að lokum náði toppnum. Hinir spurðu hann forviða hvernig hann hefði farið að þessu? Hann svaraði ekki, hann var heyrnarlaus.

Boðskapur sögunnar er: Ekki láta úrtöluraddir draga úr þér kjarkinn. Hlustaðu á þína innri rödd því hún veit best hvað þú getur.

Á þeim tímum sem við Íslendingar lifum núna þá þurfum við að setja tappa í eyrun gagnvart þeim sem festast í neikvæðni og úrtölum. Við þurfum að beita öllum leiðum hefðbundnum sem óhefðbundnum til þess að ná árangri og byggja betra Ísland. Við þurfum að hrósa hvert öðru og fagna hverju framtaki sem einstaklingar eða samtök koma fram með án þess að slá nokkuð út af borðinu fyrirfram. Það versta sem gerist er að málin ganga ekki upp en þá hafa þau að minnsta kosti verið reynd.

Það er einmitt okkar styrkur að hugsa út fyrir rammann og skapa jarðveg fyrir óhefðbundnar leiðir og nýjar hugmyndir bæði til þess að takast á við aðsteðjandi vanda sem og byggja brú til framtíðar.

Mörgum þótti til dæmis leið okkar um almenna skuldaleiðréttingu ófær en nú er að koma á daginn að það er sú leið sem sennilega verður farin í aðeins breyttri mynd.


mbl.is Mikill velvilji í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef mikla trú á Simma eins og hann var kallaður sem strákur.

Mér finnst þetta gott og þakkarvert framtak hjá ykkur framsóknarmönnum. Nú eru Íslendingar í þeirri stöðu að við verðum að skoða allar leiðir. Síst af öllu hugnast mér að kyssa á vönd þeirra þjóða sem nú reyna að kúska okkur þegar illa stendur á.

Sigurður Þórðarson, 7.10.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sannarlega, þess virði að skoða þetta mál.

Maður virkilega botnar ekki í Samfó, oft á tíðum, í seinni tíð. Eins og enginn megi reyna neitt, sem ekki er gert á þeirra vegum. Þá þarf að híja það niður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2009 kl. 01:40

3 identicon

Betra væri að fleiri væru að reyna að gera eitthvað, því ef ekkert reynt gerist ekkert. Versta hugsanlega svar sem hægt er að fá er nei og ef það þá að reyna eitthvað annað.

bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:51

4 identicon

VÁÁÁ!! ég er svo sammála þessum þræði þínum :) - við erum svo algjörlega á sömu blaðsíðunni :) - hlakka til að sjá þig á mánudaginn ;) - mætir þú ekki annars?

kv. Íris

Íris Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband