Jólagjöf ríkisstjórnarinnar til verðandi foreldra

Þessi lög voru samþykkt þann 18.12.09 s.l. og fóru ekki mikinn í fjölmiðlum.

Þetta er jólagjöf ríkisstjórnarinnar til verðandi foreldra. Ekki þarf að kynna þann vandræðagang sem verið hefur um þetta mál þar sem m.a. tillögur um að fresta mánuði af fæðingarorlofinu í 3 ár fóru í umræðuna. Tillögur sem eru að mínu mati alveg út úr kortinu. En þetta var sem sagt lendingin og er það nú svo að fólk á leið í fæðingarorlof mun þurfa að horfa upp á að búið er að höggva í þetta góða kerfi í þriðja sinn. Kerfi sem skipt hefur sköpum í jafnréttisbaráttu kynjanna og er að mestu leyti tilkomið vegna góðra verka okkar Framsóknarfólks. Benda má á það í þessu samhengi að með þessu sparast klink samanborið við þá vexti sem við munum bera verði Icesave samþykkt sem eru um 100 milljónir á dag!!! Það fjármagn á m.a. að sækja í vasa verðandi foreldra þessa lands.

Breyting á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og gildir breytingin fyrir foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2010 og síðar. Annars vegar lækkar hámark greiðslna úr 350.000 kr. á mánuði í 300.000 kr. á mánuði. Hins vegar lækkar útgreiðsluprósenta af meðaltali heildarlauna umfram 200.000 kr. úr 80% í 75%. Meðaltal heildarlauna að 200.000 kr. er því áfram með útgreiðsluprósentuna 80% en fjárhæð meðaltals heildarlauna sem umfram er verður þá með útgreiðsluprósentuna 75%. Frekari upplýsingar um þetta (www.faedingarorlof.is) og á http://www.althingi.is/altext/138/s/0496.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband