Þvert NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Næstkomandi laugardag fær íslenska þjóðin sögulegt tækifæri.

Þjóðin kýs í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins í þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni sem varðar hvern einasta landsmann, framtíð hans og ófæddra kynslóða. Atkvæðagreiðsla sem vonandi er einungis sú fyrsta af því beina lýðræði sem ætti að vera sjálfsagt í jafn fámennu nútímasamfélagi.

Næsta laugardag ætlum við sem þjóð að standa þétt saman og standa fast í lappirnar gegn því ofríki og kúgun sem yfir okkur átti að ganga. Við látum ekki Breta eða Hollendinga stilla okkur upp við vegg og vaða yfir okkur á skítugum skónum!

Við Íslendingar erum seinþreytt til vandræða og afskaplega umburðarlynd því þetta reddast nú allt hjá okkur... En það reddast ekki fyrir svona fámenna þjóð að sitja uppi með hundruðir milljarða í skuld sem greiða átti með afskaplega óréttlátum kjörum svo ekki sé meira sagt. 100 milljónir í vexti á dag og 5.5% í vexti sem fáum myndi þykja glæsileg niðurstaða! Blóðtaka fyrir hverja einustu fjölskyldu í landinu vegna gjörða sem við áttum engan þátt í.

Íslenska þjóðin og ófæddar kynslóðir bera ekki ábyrgð á því bankahruni sem hér varð, því meingallaða evrópska regluverki sem hleypti slíkum óskapnaði af stað og handónýtu eftirliti Evrópu. Við berum hins vegar ábyrgð á því ónýta regluverki og eftirliti sem hér var að finna og því að ekki var gripið fyrr í taumana þegar óveðursskýin fóru að hrannast upp.

Við skulum fjölmenna á kjörstað á laugardag og kjósa þennan óskapnað sem þröngvað var í gegnum Alþingi Íslendinga út úr sögunni fyrir fullt og allt! Hvar værum við stödd ef engin andstaða hefði verið við þennan samning og forsetinn hefði ekki sýnt þá hetjudáð sem hann sýndi?

Það leikrit sem sumir stjórnarliðar hafa leikið að gera lítið úr þessari atkvæðagreiðslu er sorglegt og óhjálplegt fyrir okkur sem þjóð í þessari stöðu gagnvart alþjóðasamfélaginu. Það að þjóðin skuli loksins fá að segja sína skoðun á þessum samningi (sem er sá eini sem við höfum á borði núna) er gríðarlega mikilvægt til að sameina okkur í þeirri afstöðu sem verður tekin (sem skv. spám verður ákveðið nei). Valdið er í höndum þjóðarinnar og að gera lítið úr því valdi þykir mér ekki gott og þess þá heldur þá stórskaðar það samningsstöðu okkar gagnvart Bretum og Hollendingum.

Að fá risastórt NEI á laugardag hefur mikil áhrif á samningsstöðu okkar til þess að gera sanngjarnan, raunhæfan og betri samning og það er það sem stjórnin ætti að einbeita sér að. Atkvæðagreiðslan snýst um þessi lög en ekki neitt annað!

Þegar augu alþjóðasamfélagsins beinast að okkur og hundruðir blaðamanna streyma að skiptir höfuðmáli að við sem þjóð sýnum fulla samstöðu, segjum þvert NEI og skrifum þannig sögubækur framtíðar okkar. Söguna um friðsömu þjóðina sem lét ekki stjórþjóðir misnota aðstöðu sína til þess að kúga okkur í skuldaþrælkun. Þjóðina sem tilbúin var að greiða höfuðstól skuldarinnar þrátt fyrir að bera ekki einu sinni lagalega skyldu til þess.


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já frænka ég segi nei. Vona að orð forsætisráðherra fæli ekki fólk frá því að mæta á kjörstað. Þetta er með ólíkindum að gefa út svona yfirlýsingar.

Kveðja Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.3.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Aðvitað mæta allir á kjörstað, en verum með okkar eigin skoðanir þegar við kjósum. Mér finnst það mikil ábyrgð sem þeir taka á sig, sem reyna endalaust að segja fólki hvernig skoðanir þeir eiga að hafa þegar kemur að lýðræðislegri kosningu?

Skilur fólkið ekki hvað lýðræði þýðir? M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2010 kl. 00:54

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það fer einginn af mínu heimili á kjörstað á morgun, enda ekki um neitt að kjósa. Betra tilboð á borðinu og viðræður halda afram eftir helgi. Á ekki von á mikilli kjörsókn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2010 kl. 17:43

4 identicon

Auðvitað þarf að mæta á kjörstað! Það er lýðræðisleg skylda okkar að taka þátt í kosningum. Fari landsmenn að fordæmi þeirra sem ætla stija heima vegna þess "að betra tilboð liggi á borðinu" sitjum við uppi með ömurlegan samning (sem reyndar þeir hinir sömu hafa barist fyrir með kjafti og klóm til þessa) sem við komum til með að þurfa borga eftir.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband