Nýr formaður SUF leggur áherslu á atvinnumál - frétt af Vísi í dag!

Vísir, 30. sep. 2010 16:43

Sigurjón Norberg Kjærnested, nýkjörinn formaður SUF, segir brýnt að leita sértækra leiða við lausnir á atvinnumálum ungs fólks. Mynd/ Vefur SUF.
Sigurjón Norberg Kjærnested, nýkjörinn formaður SUF, segir brýnt að leita sértækra leiða við lausnir á atvinnumálum ungs fólks. Mynd/ Vefur SUF.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Það þarf hugarfarsbreytingu í þá átt að fengist verði við atvinnuvanda ungs fólks með sértækum lausnum, segir Sigurjón Norberg Kjærnested, sem var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna, um helgina. Sigurjón segir að til að fást við vandann þurfi að setja meira fjármagn í nýsköpun.

Ungir framsóknarmenn ætla að halda sérstakt atvinnumálaþing ungs fólks seinna í vetur þar sem Sigurjón segir að farið verði yfir málaflokkinn frá grunni og lausnir lagðar til sem að Framsóknarflokkurinn í heild og þingflokkur hans geti tekið mark á og nýtt sér.

Skiptar skoðanir hafa verið um Evrópusambandið innan Framsóknarflokksins. Sigurjón segist ekki vera aðildarsinni heldur aðildarviðræðusinni. Hann segir hins vegar að þingið sem fram fór um helgina hafi ekki verið tileinkað málefnum tengdum Evrópusambandinu. Önnur mál, eins og atvinnumálin, séu meira aðkallandi.


Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn SUF um helgina

Aðalstjórn 2010-2011
Agnar Bragi Bragason, Reykjavík
Ásta Hlín Magnúsdóttir, Fáskrúðsfirði
Davíð Freyr Jónsson, Reykjavík
Einar Freyr Elínarson, Vestur Skaftafellssýslu
Fjóla Hrund Björnsdóttir, Hellu
Hafþór Eide Hafþórsson, Fáskrúðsfirði
Hlini Melsteð Jóngeirsson, Hafnarfirði
Íris Hauksdóttir, Dalvík
Rakel Dögg Óskarsdóttir, Reykjavík
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Höfn
Skúli Guðmundsson, Borgarnesi
Steinunn Anna Baldvinsdóttir, Reykjavík

Varastjórn 2010-2011
Gerður Jónsdóttir, Akureyri
Kristján Matthíasson, Kópavogi
Sigurður Aðalsteinsson, Reykjavík
Aðalbjörn Jóhannsson, Akureyri
Erla Rún Guðmundsdóttir, Húnavatnssýslu
Kolbrún Reynisdóttir, Höfn
Stefán Vignir Skarphéðinsson, Reykjavík
Guðlaugur Siggi Hannesson, Reykjavík
Jóhanna Hreiðarsdóttir, Reykjavík
Kristín Helga Magnúsdóttir, Reykjavík
Iðunn Tara Ásgrímsdóttir, Höfn
Gunnar Gunnarsson, Fljótsdalshrepp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband