Takk fyrir ykkar framlag

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem tóku þátt í þessum fundi.

Bótverjum vil ég sérstaklega þakka fyrir þeirra framlag og baráttu fyrir því að skapa betra samfélag á Íslandi.

Þátttakendum í pallborði vil ég þakka fyrir þeirra innlegg. Við hefðum svo sannarlega þurft lengri tíma til þess að geta fengið að heyra betur sjónarmið og hugmyndir hvers og eins þátttakanda. Ég tel hinsvegar að hvert og eitt okkar hafi farið heim af fundinum reynslunni ríkari. Ekki síst eftir að heyra reynslusögurnar.

Ég tel þennan fund hafa verið eitt skref af mörgum til þess að vinna að því að fólk geti lifað mannsæmandi lífi á Íslandi. Það er ekki viðunandi að fólk svelti í samfélaginu hér sem er samfélag allsnægta samanborið við stöðu margra annarra ríkja í heiminum.

Ég vil þakka Mbl. fyrir að taka þennan fund til umfjöllunar og hefði svo sannarlega viljað sjá fleiri fjölmiðla taka þessa mikilvægu umræðu. Því miður virðist eins og sumir fjölmiðlar hafi meiri áhuga á því að miðla eymdinni sem biðraðirnar sýna en umfjöllun um fundi þar sem er reynt að ráðast að rótum þess vanda sem biðraðirnar eru tilkomnar vegna.

Nú vonast ég til þess að fjölmiðlar og við öll tökum við okkur, tökum þessa umræðu og finnum sameiginlega leið sem er fær til þess að leysa þetta verkefni í sameiningu. Á Íslandi eiga allir að geta lifað mannsæmandi lífi óháð stöðu.


mbl.is Lýstu sárri fátækt í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband