Ég er stolt af því að vera Íslendingur!

Við erum ákaflega sérstök þjóð.

Við erum best í heimi.

Við sýnum mikið frumkvæði og látum vaða í ýmsa hluti sem aðrir myndi aðeins láta sig dreyma um. Þetta er ekkert mál! Þetta reddast! Það er svona íslenski hátturinn...

Þetta er mjög ólíkt Dönunum til dæmis þar sem mikið er lagt upp úr meðalmennskunni. Þú átt ekki að telja þig neitt betri en næsta mann. Til dæmis í skólanum þá fær maður bara sína einkunn en fær ekki að sjá neina meðaleinkunn þannig að maður veit ekkert hvernig maður stóð sig í raun og veru.

Hins vegar þurfum við kannski aðeins að fara að skoða gallana sem fylgja þessu hugarfari okkar.

Við þurfum að finna leið til þess að breyta þeim í kosti.

Við höfum nefnilega sem þjóð eytt um efni fram síðustu ár og verið á neyslufylleríi. Við lifum hátt og hratt og erum kannski að vissu leyti komin fram úr okkur. En á sama tíma komumst við lengra en margur annar. Kostir og gallar. Við eigum ákaflega mikið af afreksfólki og fólki sem hefur verið að sigra heiminn bæði á Íslandi og erlendis. Þeir sem klífa hæst falla hæst. Núna þurfum við að ná jarðtengingu til þess að fallið verði ekki of mikið. Við þurfum að halda í þessa frumkvöðla- og drifkraftseiginleika okkar en einbeita okkur að því að fara ekki fram úr okkur.

Við þurfum að hætta að lifa á lánum og byrja að spara. Draga úr neyslunni, vinna minna og eyða meiri tíma í gæðastundir með börnunum okkar. Þannig styrkjum við grunnstoðirnar okkar. Við þurfum að hlúa að fjölskyldunum, námsfólkinu, starfsfólkinu og öllu fólki í landinu í stað þess að reisa skýjaborgir erlendis.

Ég hafði talsverðar áhyggjur af málum heima eftir að horfa á Silfrið í dag. Mér þótti málflutningur Eddu Rósar Karlsdóttur vera mjög góður og fannst hún horfa raunsætt á málin. Ég held að við þurfum að passa okkur verulega á því að missa ekki sjálfstraustið í þeim hremmingum sem eiga sér stað núna. Ég held við ættum líka að reyna að læra það sem hægt er af stöðu mála í dag og taka á málunum af festu og skynsemi. Auðvelt að segja, erfitt að framkvæma. Ég held í það minnsta að lausnin felist ekki í því að fljúga um víðan völl í umdeildum einkaþotum og reyna að finna lausnina úti í heimi.

Lausnina finnum við aðeins hjá okkur.

 

 


mbl.is Auðurinn kemur að utan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Góðir punktar hjá þér, það er gott að lifa hóflega, sérstaklega er varðar peninga.  Ég vill þó segja að Íslendingum er gæddur kostur (eins og þú réttilega bentir á) að við erum framsækin og óhrædd við að prufa eitthvað nýtt, erum semsagt ekki að festa okkur í "meðalmennskuna".  Ég tel að það sé gott að líta "hóflega" stórt á sig svo framarlega sem við lítum ekki niður á náungann.

Garðar Valur Hallfreðsson, 14.4.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband