Þú getur haft áhrif á það hvernig sagan skrifar sig um Tíbet

Með því að taka virkan þátt í stuðningi við Tíbeta þá getur þú lesandi góður haft áhrif á það að breyta gangi sögunnar.

Við getum öll haft áhrif með okkar framlagi.

Dropinn holar steininn.

Hægt er að skrifa greinar, kynna sér málin t.d. á www.birgitta.blog.is, www.jonvalurjensson.blog.is, www.tibet.is og á fleiri síðum (t.d. með því að googla Tíbet).

Hægt er að skrá sig í félagið Vinir Tíbet.

Hægt er að ræða málin við vini og vandamenn.

Hægt er að skrifa um þetta t.d. á bloggsíðum og hvetja íslensk stjórnvöld til dáða í því að opna augun.

Það er svo margt hægt en viljinn er það fyrsta sem þú þarft.

Þú getur haft áhrif á það hversu miklu blóði verður úthellt í Tíbet í viðbót. Þú getur haft áhrif á það að Tíbetar geti risið úr rústum sviðinnar jarðar sinnar sem sjálfstæð þjóð á ný. Þú getur haft bein áhrif á söguna og þannig skrifað hana í stað þess að hlusta með daufum eyrum, loka augunum og lesa svo um hryllinginn í sögubókum framtíðarinnar.

Ég hvet þig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband