Og lausnin er?

Þetta eru engin tíðindi.

Menn hafa beðið eftir þessum fundi og bíða enn.

Hvar voru fulltrúar stjórnarandstöðu? Hvers vegna voru þeir ekki boðaðir? Ögmundur telst ekki með þar sem hann var ekki þar sem slíkur.

Fólk bíður þess að heyra lausnir. Ekki eftir því að heyra engar fréttir. Það er ekki nóg fyrir hinn vinnandi mann sem sér lánin sín hækka með hverjum deginum, pyngjuna léttast við hverja innkaupaferðina í þeirri óvissu sem ríkir að heyra að allir ætli að vinna saman án þess að heyra betur útlistað hvernig! Eina lausnin sem ég hef séð framkvæmda eru þessar heilu 4 milljónir sem á að nýta í aukið verðlagseftirlit. Já heilar 4 milljónir.

Það er gott að einhugur og eindrægni hafi ríkt á fundinum. En að hverju ætla menn að vinna og hvernig ætla þeir að leita lausna. Verið er að vinna í því að efla gjaldeyrisforða þjóðarinnar í þessum töluðu orðum? Eða hvað? Af hverju er fólki ekki sagt hvar í því ferli stjórnvöld eru stödd? Samkvæmt þessari frétt er það ekki hafið en samkvæmt fulltrúum ríkisstjórnarinnar í Silfrinu á sunnudag er slíkt ferli löngu hafið? Hvað eiga menn að halda?

Á hinn bóginn er ég sammála því að hér þarf að verða hugarfarsbreyting. Við höfum lifað langt umfram efni og gerum enn. Ég hef aldrei séð eins margar glæsikerrur á götunum og einmitt þessa dagana. Áður þótti það merkilegt að sjá Range Rover eða Benz jeppa á götunum. Núna er slíkt orðið jafn algengt og Toyota. Erum við virkilega orðin svona rík sem þjóð? Eða eru þeir margir á lánum???

 


mbl.is Ætla að vinna á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnbogi Rúnar Andersen

Sæl Kidda!

Það er nú svo skrítið á ÍSLANDI að okkur er sagt að þetta sé að koma og ef við spyrjum hvenær er okkur sagt að hætta að spyrja svona því við höfum ekki vit á þessu . Fyrir kosningar varst þú í stjórn og ég í stjórnarandstöðu, en mér sýnist að við getum kannski farið að sameinast í stjórnarandstöðu .

Finnbogi Rúnar Andersen, 7.5.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband