Skrýtin upplifun

Það er mjög sérstakt að sitja hér og skrifa þetta og minnast þess þegar ég var sjálf í Chengdu á ferðalagi mínu um Asíu 2002.

Það er svo mikið af fólki nánast alls staðar í Kína að það hlýtur að skapast skelfingarástand þegar svona fréttir berast. Ösin er nógu mikil á hverjum einasta degi þar sem ægir saman fólki, reiðhjólum af öllum stærðum og gerðum, bílum og alls kyns furðulegum farartækjum. Ég man að mér þótti það vera hrein og klár sjálfsmorðstilraun í hvert skipti sem ég fór yfir stórar umferðagötur í Kína. Það voru engin umferðaljós þannig að maður fór bara út á götuna sem voru kannski 6 akreinar og fór yfir eina akrein í einu eins og maur og vonaði að maður yrði ekki kraminn niður í malbikið...

Ég finn virkilega til með kínversku þjóðinni í þeim hörmunum sem nú ríða yfir landið. Þrátt fyrir að ég hafi verið harðorð oft í garð kínverskra stjórnvalda þá er mín upplifun af almenningi í flesta staði góð. Það var virkilega ánægjulegt að kynnast þessari þjóð þó ég verði nú að viðurkenna það að Tíbetar og Nepalar hafi heillað mig meira en engu að síður...

Ég vona að jarðskjálftavirknin fari að dvína þannig að hægt sé að hafast handa við uppbyggingu.


mbl.is Taugar þandar til hins ýtrasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband