Þarna væri ég til í að vera...

 

Ég er svo sannarlega með hálfan hugann heima á landsmóti hestamanna héðan úr sumarblíðunni og hitanum. Ég sé það að hann Sammi vinur minn gerir þessu öllu góð skil á RÚV.

Landsmót hestamanna er engu öðru líkt.

Það er draumi líkast fyrir hestaáhugamanninn að eyða helst allri vikunni í góðra vina hópi við það að fylgjast með fallegustu hestum heims liðast um brautina í tignarlegum hreyfingum eða þeysast eins og elding í gríðarlegri snerpu skeiðsins. Stemmingin sem myndast þegar ungir sem aldnir njóta þessa augnakonfekts saman og eiga þar á milli góðar stundir við söng, dans og aðra skemmtun er ómetanleg í íslensku sumarnóttinni.

Ég hef farið á öll landsmót síðastliðin ár og á heimsmeistaramót í Svíþjóð.

Mikið sakna ég vina minna ferfætlinganna þessa stundina og er nokkuð viss á því að ég mun mæta til leiks í brekkuna að tveimur árum liðnum á Vindheimamelum!


mbl.is Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband