Ég styð ljósmæður

newborn
 

Ég lýsi yfir stuðningi mínum við ljósmæður í kjarabaráttu þeirra.

Ljósmæður eiga skilin laun sem eru í fullu samræmi við menntun þeirra og starfsábyrgð. Það er mikil ábyrgð að vinna með fólki í hverju sem þjónustan felst. Hvort sem það er að taka á móti okkar nýjustu þjóðfélagsþegnum og styðja mæður þeirra við það krefjandi verkefni, að hugsa um litlu börnin okkar á leikskólanum, að kenna þeim, að aðstoða þau sem þurfa stuðning vegna skerðingar, og svona heldur þessi þjónusta á mannlega sviðinu áfram þar til þessir sömu einstaklingar þurfa aftur stuðning þegar líkaminn er farinn að gefa sig í öldrunarþjónustu.

þessar stéttir verður að efla. Þessar stéttir eru í langflestum tilfellum setnar konum í meirihluta og þarna kristallast því að mínu mati tvennt: Í fyrsta lagi kynbundinn launamunur og í öðru lagi það hversu lágt störf sem snúa að þjónustu við fólk eru metin. Maður fær miklu hærri laun fyrir það að bera ábyrgð á fjármagni en fólki. Það má ekki gleyma þeim arði sem erfitt er að mæla sem skilar sér í þjóðinni okkar þegar vel er hugsað um hana. Sá arður skilar heilbrigðari einstaklingum sem þurfa minna að nota heilbrigðiskerfið í framtíðinni, eru minna frá vinnu vegna veikinda og hamingjusamari þjóð og svona má lengi halda áfram...

Ég vona að ég verði svo heppin að njóta stuðnings ljósmæðra í framtíðinni í störfum þeirra og heyri það vel á vinkonum mínum sem eru að eiga börn allt í kringum mig á mikilvægi ljósmæðra og að við eigum nóg af ánægðum ljósmæðrum í framtíðinni.

Ég man eftir fundi sem ég sat fyrir síðustu kosningar ásamt fulltrúum annarra flokka með Þroskaþjálfafélagi Íslands (ÞÍ). Þar fór Ólafur Ágúst, varaformaður Samfylkingarinnar, mikinn fyrir hönd þess ágæta flokks og það sem er mér minnistæðast er að í þeim orðum sem hann gagnrýndi þáverandi Ríkisstjórn sem mest þá sagði hann: "Gefið okkur tækifæri". Við munum sýna það að við metum þessar stéttir hærra og hækka laun. Hvar er Ólafur Ágúst núna???

Börn eru guðsgjöf sem við fáum vonandi sem flest að njóta og til þess að allt gangi sem best þá þurfum við vel menntaðar ljósmæður til þess að hjálpa okkur að taka á móti þessari dýrmætustu gjöf lífsins.


mbl.is Styðja ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband