Sprengjuhótun á lestarstöðinni í Árósum og búið að rýma hana :(

Það hefur komið fram í sjónvarpsfréttum hér og á vefmiðlum að lestarstöðinni hér hafi borist sprengjuhótun.

http://jp.dk/indland/aar/article1446600.ece

Lestarstöðin var rýmd og ekki hefur neinn fengið að fara þar um síðustu 2 klukkustundirnar.

Um daginn var einnig Bilka í Óðinsvéum hótað og rýmt.

Já maður hefur því miður á tilfinningunni að það sé hætta á hryðjuverkum hér eða eigi að minnsta kosti að velgja Dönum undir uggum.

Þetta verður alltaf erfiðara þegar maður finnur þetta á eigin skinni og ég sem er einmitt á leiðinni í lest á morgun :(

Þessari frétt ætla ég að fylgjast með í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband