Ráðalaus áhöfn á lekri þjóðarskútu

David Cameron leiðtogi breskra íhaldsmanna hvetur til samstöðu...Álíka viðbragða sakna ég frá íslenskum stjórnvöldum.

Hvað hafa íslensk stjórnvöld verið að gera? Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hóf ferðina á 20% aukningu á fjárlögum í fyrra þrátt fyrir slæmar horfur. Þau héldu svo áfram fram eftir hausti við aðgerðaleysi og flugferðir um heiminn þveran og endilangan á flótta þrátt fyrir viðvaranir ýmissa merkra stofnana um slæm teikn á lofti og ábendingar um að takast á við vandann áður en hann yrði of stór. Við gagnrýni brugðust þau með því að fara í mikla vörn og skrifa greinar um að þau væru nú að gera fullt ... en virtust bara ekkert vera að deila því með almenningi.

Þau halda svo áfram í feluleik og lýsa því yfir að allt sé í himnalagi á þeim tímum sem atvinnuvegunum, sveitunum, námsmönnum erlendis og fólkinu í landinu blæðir út. Þau halda fundi sem eru fullkomlega eðlilegir en hafa svo í för með sér stórtíðindi að næturlagi.

Ég sakna þess að íslensk stjórnvöld komi fram sem leiðtogar á þeim nótum sem Cameron er að gera til þess að virkja og treysta þjóðina á þeim tímum sem ríkja. Þau eiga að leggja línuna, þau eiga að hafa góð markmið og þau eiga að leiða almenning áfram þær leiðir sem til eru að slíkum markmiðum. Íslensk stjórnvöld eiga að vera þau sem segja að við ætlum okkur að komast í gegnum þetta en til þess þurfum við að vinna saman. Þau eiga að vera leiðtogi sem leiðir saman ólíkar fylkingar í átt að lausn.

En það hafa þau bara alls ekki gert, því miður. Upplifunin er eins og að vera um borð í sökkvandi skipi þar sem áhöfnin bregst ekki við eftir neinni áætlun og skipstjórinn hefur enga stjórn á einu eða neinu til þess að skipuleggja björgunaraðgerðir farþega og stjórna atvikum á vettvangi.

Ríkisstjórnin er ráðalaus áhöfn á lekri þjóðarskútu.

 


mbl.is Cameron hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband