Föstudagur, 10. október 2008
Góð geðheilsa er gulli betri!
Í dag 10. október er Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Heimasíða hans er hér: http://www.10okt.com/
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn hefur sjaldan eða aldrei átt eins mikið erindi við okkur Íslendinga og einmitt í dag! Núna þurfum við öll að snúa bökum saman, styðja hvert annað eftir fremsta mætti og vernda geðheilsu okkar sem og þjóðarinnar allrar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum þætti með áhrifaríkum hætti því það mun verða ríkari þörf á félagslegri þjónustu og stuðningi á næstu misserum. það sem sveitarfélög og ríki þurfa m.a. að gera er:
- Efla félagsþjónustusvið sveitarfélaga og þjónustumiðstöðva
- Efla heilbrigðisþjónustu geðsviða spítalanna og heilsugæslustöðva
- Niðurgreiða sálfræðiþjónustu í gegnum Tryggingastofnun
- Efla Lýðheilsustöð, sérstaklega Geðræktarverkefnið og beina sjónum sérstaklega að öllum þeim góðu hópum og stofnunum sem unnið hafa að geðrækt síðustu árin
- Fara inn í skólana og ræða málin við skólabörn á léttum nótum til að létta af áhyggjum þeirra
- Fara inn á vinnustaði til þess að gefa fólki í atvinnulífinu kost á að ræða málin og létta á áhyggjum sínum
- Auka aðgengi að neyðarþjónustu t.d. þeirri sem Rauði Krossinn hefur verið að veita
- Og margt margt fleira...
Við þurfum að halda upp á hann hvert og eitt okkar og ég hvet einnig alla til þess að taka þátt í dagskránni:
Dagskrá Geðheilbrigðisdagsins fer fram í Perlunni kl. 16 - 18 föstudaginn 10. október og hefst hún með ávarpi forseta Íslands hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, sem jafnframt er verndari dagsins. Þá mun formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jórunn Frímannsdóttir kynna stefnu borgarinnar í geðheilbrigðismálum en borgin tekur við þessum málaflokki af ríkinu um næstu áramót. Dagskráin í Perlunni verður að öðru leyti sambland skemmtiefnis og erinda sem tengjast málefni dagsins. Samhliða dagskránni munu samtök notenda og ýmsir aðrir aðilar sem tengjast geðheilbrigðismálum, kynna starfsemi sína. Fulltrúar þeirra verða með kynningarbása og svara fyrirspurnum. Framgangur dagskráinnar verður með eftirfarandi hætti:
- 16:00 Setningarávarp Forseta Íslands
- 16:10 Kársneskórinn syngur nokkur lög
- 16:25 Ósk Sigurðardóttir yfiriðjuþjálfi frá Barna og unglingageðdeild LSH fjallar um félagsþroska barna og yfirskrift dagsins.
- 16:35 Stefanía Svavarsdóttir sigurvegari í söngvakeppni Samfés árið 2008 kemur fram við undirleik Gunnlaugs Bjarnasonar.
- 16:45 Jórunn Óskarsdóttir sálfræðingur hjá Götusmiðjunni ræðir um gildi samverunnar og starf Götusmiðjunnar.
- 17:00 Spunaatriði frá Leiklistardeild MH.
- 17:15 Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum fjallar um andstæðuna við uppbyggilega samveru, þ.e. einelti.
- 17:30 Elín Eyþórsdóttir singur lög af nýrri plötu sinni.
- 17:45 Jórunn Frímannsdóttir Formaður Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, fjallar um stefnu borgarinnar í kjölfar yfirfærslu geðheilbrigðismála frá Ríki til Borgar.
Kynnir verður Felix Bergsson (sjá nánar á síðu geðræktardagsins kynnt hér að ofan).
Hið eiginlega gull okkar er geðheilsan. Hún er kjarninn í okkar lífi og skiptir öllu máli.
Til hamingju með geðheilbrigðisdaginn .
Forseti Íslands opnar geðheilbrigðisdaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk sömuleiðis vinan. Ég hef aldrei í lífinu verið eins hamingjusöm yfir því að eiga ekki fullt af pening. Því þá hefði ég líklega freistast til að kaupa einhver hlutabréf... Já, geðheilsan er dírmæt.
anna (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.