Fagfólk í stjórn bankanna

Nú held ég að þjóðin kalli á það skýrt að fagfólk verði ráðið í stjórn bankanna og til að vinna að efnahagsmálum á Íslandi. Það er nóg til af mjög hæfu fólki á Íslandi. Það þarf að vera algjörlega gagnsætt ferli við ráðningar þeirra sem setjast í þessa stóla og skipunin þarf að byggja á því að sá verði valinn sem hefur mestu fagþekkinguna fyrir viðeigandi starf, víðtæka reynslu og mannkosti þá er best henta. Það er hvorki réttlætanlegt að fara eftir flokkslínum né kyni viðkomandi. Það er til mikið af hæfu fólki sem er ekki sérstaklega tengt neinum stjórnmálaflokki.

Það borgar sig ekki að blanda saman pólitík og stjórnun mikilvægra fyrirtækja. Davíð Oddsson er gott dæmi um það. Hann hefur átt erfitt með að einbeita sér einungis að sínu starfi sem seðlabankastjóri og loðir enn við pólitíkina. Slíkt er ekki heillavænlegt.

Nú er tækifæri til að gefa spilin upp á nýtt með HAG ÞJÓÐARINNAR ALLRAR Í HUGA.


mbl.is Þóra er formaður Nýs Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Sammála þér í þessu máli en gátu þeir ekki fundið eitthvað annað nafn á bankann Nýi Glitnir úff eitthvað svo hugmyndasnautt.

Guðjón Þór Þórarinsson, 13.10.2008 kl. 07:27

2 identicon

Íslandsbanki kannski?

Jóhann (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Alveg sammála. Og thad hefdi líka verid smart ad vera frumlegri í nafngjøfinni.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband