Danir flykkjast til Íslands í jólainnkaup

Eins dauði er annars brauð.

Danir hugsa sér gott til glóðarinnar og á DR1 var frétt um þetta áðan og sýndar myndir frá Íslandi.

Símar hringja stöðugt á ferðaskrifstofum hér úti og spurt er um ferðir til Íslands. Danir sjá Ísland fyrir sér sem spennandi stað til þess að versla jólagjafirnar á í ár. Menn sjá fyrir sér að geta keypt hluti á helmingi lægra verði en í fyrra.

Þetta er einmitt öfug þróun fyrir okkur Íslendingana sem erum búsett í Danmörku. Þar er allt orðið helmingi dýrara og kaffibolli á Baresso kaffihúsi sem kostar til dæmis 37 Dkr. kostar núna 747 ísl. kr.

Svona getur tilveran verið fallvölt og furðuleg. Ef einhver hefði sagt mér að útlendingar myndu flykkjast í verslunarferðir til Íslands þá hefði ég sagt viðkomandi galinn fyrir aðeins ári síðan. Þá horfði maður á Magasín og glotti við tönn að einu sinni hefðum við verið undir Dönum í einokunarversluninni en nú ættum "við" hálfa Danmörku. Núna er frekar erfitt að vera Íslendingur í Danmörku og maður þarf að kyngja stoltinu. Það er því ekki bara hægt að skammast út í útrásarvíkingana margumtöluðu. Þrátt fyrir að manni hafi urlað aðeins þessi ofsi og mikilmennska þá held ég að fæstir hafi verið ósáttir við þessa landvinninga Íslendinga. Það var áður en maður gerði sér almennilega grein fyrir því að möguleiki yrði á stórum skelli og hver sæti uppi með reikininginn fyrir herlegheitunum!

Jákvæða hliðin við þetta er sú að þarna opnast nýjar dyr fyrir okkur Íslendinga til þess að bæta við okkur tekjumöguleikum og núna glæðist ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi og slíkt hefur góð áhrif á efnahag okkar.

 


mbl.is Ísland á hagstæðu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband