Kannski...

Kannski mun kreppan fara með okkur inn á gamlar og nýjar slóðir ...

  • Húsfeður og húsmæður munu taka sig til og fara að baka og elda í eldhúsum landsins í stað þess að kaupa allt tilbúið
  • Fólk fer að taka með sér nesti hvert sem það fer
  • Af þessu tvennu snarbatnar lýðheilsan því allir vita að heimalagaður matur er miklu hollari en sá fjöldaframleiddi
  • Munu samverustundir fjölskyldunnar aukast til muna þar sem fólk vinnur minna og hefur því meiri tíma með börnunum (þá á ég ekki við þá sorg ef fólk missir vinnu heldur einungis ef dregur úr mikilli vinnu)
  • Endurvaknar sú góða hefð að kíkja í kaffi og bjóða upp á heimabakað og heimagerðan Latte t.d. í stað þess að kaupa það á kaffihúsi
  • Fer fólk að íhuga betur hvað það eyðir peningum sínum í og gjafir til dæmis verða því betur úthugsaðar en ekki bara eitthvað keypt dýrum dómum á síðustu stundu
  • Förum við að horfa betur í kringum okkur og njóta þeirrar fegurðar sem landið býður okkur upp á ókeypis á hverjum degi í stað þess að leita út fyrir landsteinana
  • Eyðum við ósonlaginu niður hægar þar sem hægist á bílaflotanum og einkaþotunum fækkar
  • Förum við að hreyfa okkur meira því ekki verði keyrt hvert sem er og nota almenningssamgöngur meira
  • Förum við að taka það einfalda fram yfir það flókna
  • Breytist gildismat okkar
  • Breytast viðhorf okkar til lífsins
  • Förum við að rækta garðinn okkar í stað þess að horfa á risapallinn og risagrillið hjá nágrannanum og keppa við það
  • Eykst vægi óefnislegra hluta á kostnað þeirra efnislegu
  • Fer vinátta og fjölskyldubönd að skipta meiru máli þar sem við þurfum að styðja hvert annað
  • Förum við að leggja okkur öll fram í hvaða starfi sem við erum því það er ekki sjálfsagt að geta labbað inn í hvaða starf sem er og þannig snarbatnar öll frammistaða
  • Hættum við að halda að peningar vaxi á trjám í garði útrásarmanna heldur þurfi að vinna fyrir þeim hörðum höndum eins og til dæmis sjómenn okkar og bændur hafa gert alla tíð

... og svona mætti lengi halda áfram

Já, kannski er þetta ófremdarástand ekki bara til ills eftir allt...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Já þetta er svo rétt hjá þér Kidda mín....einhver hvíslaði því að mér að þú kunnir að gera svo gott bananabrauð ;)

Um að gera að sjá jákvæðu hliðarnar

Sigríður G. Malmquist, 30.10.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband