Takk Pólverjar :)

Já maður veit hverjir eru sannir vinir þegar maður lendir í neyð. Ég legg út frá því að þetta lán sé veitt í fyllstu vinsemd en ekki annað búi undir. Hið sama á við um stórvini okkar Færeyinga sem manni þykir nú ákaflega vænt um fyrir frumkvæði þeirra.

Þetta er svolítið óþægileg staða. Það er búið að ganga á svo gríðarlega miklu og maður er fyrir löngu síðan týndur í þokunni sem Geir er að reyna að stýra skútunni í gegnum. Vitinn sem hann er að stýra á er eitthvað ansi óljós vægast sagt. Ég held að fólk hafi ekki alveg verið með honum á þessari skútu því það hafi ekki vitað hvert stefnan væri. Þegar hann veit ekki af láni en veit það svo með nokkurra klst. millibili þá er það ekki alveg til þess að auka traust manns á leiðtoganum. Hann er samt eflaust að gera sitt besta í mjög mjög flóknum aðstæðum. Ég fékk til dæmis námslánin mín áðan og hef getað notað kortið mitt þannig að eitthvað er að minnsta kosti að virka fyrir mig persónulega :).

Nú treysti ég því að þeir félagar standi við stóru orðin varðandi það að allir sitji við sama borð og að ítarleg rannsókn fari fram (af ÓHÁÐUM jafnvel erlendum aðilum) því það er ekkert smáræði búið að ganga á í efnahagslífinu á Íslandi. Það hafa ýmsir ljótir hlutir verið að skjóta upp kollinum og þá þarf að rannsaka alveg ofan í kjölinn eins og afskriftir skulda og menn að flökta með kennitölur. Það er nú einhvern veginn þannig að græðgin og siðferðið eru ekki systur, þvert á móti. Skynsömustu menn virðast alveg missa siðferðiskenndina og heilbrigða skynsemi þegar glittir í gull hinum megin regnbogans. Einhvern veginn læðist að manni sá ljóti grunur að hinir sömu athafnamenn hafi verið iðnir við að leita leiða til að grafa gullið á suðrænum ströndum. Aðrir hika ekki við það að hrista fram gullkistur úr erminni til þess að auka enn fremur á einræði sitt á fjölmiðlamarkaði.

Það getur bara ekki verið gott! Fjölmiðlar eru ekki að ósekju oft sagðir vera fjórða valdið og því með fátt eins mikilvægt og þá að tryggt sé mjög dreift eignarhald (ríkis og eða einkaaðila) þannig að fyllsta hlutleysis og faglegrar fjölmiðlunar sé gætt. Því miður hefur maður upplifað það á eigin skinni hvernig frásögn af ýmsum atburðum er oft í takt við hvaða fjölmiðill flytur hana.

Það er harður vetur framundan.

En við munum finna vitann okkar á endanum og komast í örugga höfn. Hins vegar getur hvorki Geir eða annar stýrt okkur einsamall þangað. Það þarf samræmt afl allra í samfélaginu til þess að sú lending í góðri höfn verði sem heillavænlegust.

Góða helgi kæru vinir.

Farið vel með ykkur og njótið alls hins besta í lífinu um helgina og leyfið ykkur að gleyma áhyggjum um stund. það er svo margt í lífinu sem er hægt að njóta sem kostar hvorki krónu, evru, norskra krónu, eða hvað það nú er...


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband