Fyrstur fram

Birkir Jón er fyrstur til þess að lýsa því yfir opinberlega að hann bjóði sig fram til forystu í flokknum okkar. Hann er metnaðarfullur og reyndur ungur þingmaður. Ég óska Birki til hamingju með framboðið.

Framsóknarflokkurinn býr yfir gríðarlega öflugri grasrót og sterkum og hæfum einstaklingum sem hafa mikið fram að færa fyrir íslenska þjóð.

Það verður spennandi að sjá á næstu dögum og vikum hverjir munu stíga fram og bjóða sig til þess að leiða okkur flokksmenn í gegnum þá áhrifaríku umbrotatíma sem framundan eru. Það eru gríðarstór verkefni á borðinu sem þarf að vinna markvisst, fumlaust og heiðarlega fyrir þjóðina og í fullu samráði og samkomulagi við hana.

Ég tel forystu stjórnmálaflokka sem og forystu stjórnvalda almennt eiga að skipa breiðfylkingu fólks þeas. fólks sem er ólíkt og starfar sem fulltrúar breiðs hóps. Sterkt er kallað eftir forystu unga fólksins. Það er mjög eðlilegt að mínu mati:

  • Rödd unga fólksins hefur ekki heyrst nægilega skýrt í stjórnmálum
  • Unga fólkið er fólkið sem mun taka stóran hluta þeirra byrða sem nú leggjast á þjóðina á sig
  • Í unga fólkinu býr kraftur og oft ný sýn á málin
  • Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög vel menntað, framsækið og hæft til sinna starfa

Hins vegar má ekki stóla eingöngu á unga fólkið. Blanda hins besta er heillavænlegust. Svona eins og gert er við brúðkaup. Eitthvað gamalt, eitthvað nýtt, eitthvað lánað, eitthvað keypt :). Þannig verður árangurinn bestur. Að blanda saman ferskleika þeirra ungu og reynslu hinna eldri og taka mið af sjónarhornum sem flestra en ekki þröngum hópi.

Ég spái því að breyting sú sem verður næstu misserin á íslenskum stjórnmálum verði m.a. sú að meira af fagfólki sæki inn í stjórnmálin, meira af ungu fólki og konur komist frekar til áhrifa en áður.


mbl.is Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband