Ólíkur fréttaflutningur Vísis og Mbl. um sama málið!

Svona er fréttaflutningur af sama máli ólíkur á Vísi og Mbl.  Skyldi það vera að fréttin frá Vísi sé í takt við stefnu Samfylkingar um aðild að ESB og upptöku Evru en fréttin á Mbl. í takt við stefnu Sjálfstæðisflokks um að Ísland eigi ekki að ganga í ESB og krónan verði varin. Dæmi hver fyrir sig með því að bera saman þessar fréttir og sérstaklega fyrirsagnirnar sem er það sem fólk les fyrst.

Minnkandi áhugi á ESB-aðild - Mbl.- Sjálfstæðisflokkur? http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/24/minnkandi_ahugi_a_esb_adild/

Meirihluti vill ESB-umsókn og Evru - Vísir - Samfylking? http://www.visir.is/article/20081124/FRETTIR01/34938583/-1

Það er óþolandi að fjölmiðlar skuli afvegaleiða umræðuna svona. Fjölmiðlar eru uppfullir af fólki sem er tengt flokkunum sem eru að reyna að hafa leiðandi áhrif á umræðuna. Þjóðin þarf óháðan fjölmiðil sem er ekki að reyna að ota skoðun ákveðins flokks að henni þannig að fólk geti tekið sína eigin ákvörðun byggða á óháðum fjölmiðlaflutningi!

Það er alveg á hreinu að fjölmiðlar verða að vera með dreift eignarhald. Það er ólíðandi að þeim sé stýrt af mönnum eins og Jóni Ásgeiri sem á augljósra hagsmuna að gæta um hvað er borið á borð fyrir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En tad ma nu samt sem adur segja ad badar fyrirsagnirnar eru rettar.

En oftast hja naer ollum fjolmidlunum er arodurinn fyrir ESB adildinni grimulaus og nanast rekinn eins og trubod.

Eg bendi nu a ad tetta er ekkert einkamal Samfylkingarinnar versus Sjalfstaedisflokkurinn.

Tjodin og flokkarnir eru allir klofnir i herdar nidur i tessu mali og tad a bara eftir ad versna.

I tessum malum eru mjog heitar tilfinningar hja morgu folki og tad ad ala nu a tessari sundrungu um ESB adild er algerlega abyrgdarlaust rugl.

Serstaklega i ljosi tess ad tad hjalpar engu nu eins og astandid er og ad ESB adild er ekkert sem gaeti komid svona 1,2 og 3. Tad er langur ferill sem taeki 4 til 5 ar tangad til vid gaetum hugsanlega gengid i Sambandid og sidan lidu nokkur ar til vidbotar tar vid gaetum mogulega tekid upp Evru.

Tannig ad aetla ser ad tala um adild ad ESB og svo upptoku Evru a morgun er ekkert annad en argasta lydskrum !

Nu tarf tjodin fyrst og fremst ad standa saman og vinna ad tvi ad koma okkur utur tessum ogongum.

Audvitad tarf lika ad rannsaka tetta hrun nidur i kjolinn og saekja ta til saka sem brotid hafa af ser, tad tarf ad gera upp vid tjodina og folkid i landinu. 

Tad er einn partur af tvi ad vinna sig utur ogongunum ! 

LIFI FRJALST OG FULLVALDA ISLAND !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:49

2 identicon

Veit ekki betur en að ritstjóri Morgunblaðsins sé hlynntur aðild að ESB. Þannig að rök þín eiga varla við.

Hér hafa blaðamenn einfaldlega tekið mismunandi pól í hæðina. Og ekkert er að því. 

Vantar ekki bara fleiri framsóknarmenn á ritstjórnir blaðanna?

Karl Jóhann (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband