Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Sigmundur og Framsókn taka af skarið
Það var mikið að eitthvað skuli hreyfast og einhverjir möguleikar skuli opnast.
Það er ferskur Framsóknarflokkurinn með nýjan formann, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í broddi fylkingar sem hefur ýtt hjólinu af stað til þess að eitthvað gerist íslenskum almenningi og fyrirtækjum landsins til hagsbóta.
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Íslenskur almenningur hefur setið klófestur í vandræðavef íslenskra stjórnvalda sem spunninn hefur verið síðustu ár og núverandi ríkisstjórn steingleymdi að hlusta á þjóð eða ráðgjafa, hvað þá byggja öryggisnet undir þjóðina.
Brotlending hefur orðið. Brotlent hefur verið þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkur hefur keyrt inn á þjóðina síðustu 17 ár í formi eiginhagsmunahyggju og óhefts frjálsræðis. Nú er orðið tímabært að sópa upp rykinu sem löngu er sest án þess að nokkuð hafi gerst og fennt hefur í spor þeirra sem þyngsta ábyrgð bera á ólíðandi ástandi.
Byltingin að betra Íslandi er hafin. Þökk sé Framsóknarflokknum og Sigmundi.
Nú hlýtur eitthvað að gerast og ekki getur ríkisstjórn endalaust bætt á tonnatakið sem límir þau föst við stólana sína í stjórnkerfinu og í flokkunum sínum!
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verð að segja að hann er snjallari en ég hélt. Þetta er virkilega snjöll tillaga hjá honum og ykkur í Framsókn. Gefur virkilega færi á að breyta einhverju fram að næstu kosningum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.1.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.