Mikilvægi stjórnlagaþings

Ég tel það algjört grundvallaratriði að stjórnlagaþing verði haldið og stjórnarskráin endurskoðuð.

Þetta er rétti tíminn til þess að byggja upp að nýju þegar kerfið hefur hrunið til grunna. Það er mun skynsamlegra að skoða allt frá grunni NÚNA með það fyrir augum að byggja upp nýtt og betra kerfi og það sé klárlega hinn íslenski almenningur sem hafi þar valdið. SEINNA er of seint því þá verður allt farið að snúast á ný en aðeins tímaspursmál hvenær kerfið hrynur þá á ný og plástrarnir slitna af.

Ég skil þess vegna ekki sparnaðartón hvað þetta varðar. Þarna tel ég nýja ríkisstjórn vera að falla í þá vondu gryfju sem íslensk stjórnvöld falla allt of oft í að kasta krónunni fyrir aurinn þeas. að forgangsraða hlutunum ekki rétt og ætla að spara eitthvað sem mun í raun kosta okkur miklu meira þegar upp er staðið! Sumt má alveg kosta pening því mikilvægi þess er það mikið en þá er hægt að draga úr öðru sem er síður mikilvægt. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála mér í því að ef eitthvað á að vera framarlega í forgangsröðinni NÚNA þá er það leið til þess að byggja lýðveldið okkar upp á nýjan og betri hátt. Betra Ísland mun ekki fæðast af sjálfu sér!

Það hefði til dæmis verið skynsamlegt að eyða pening í það að lagfæra regluverkið okkar þannig að fyrirtæki og einstaklingar sem eru í forsvari fyrir þeim geti ekki sífellt skipt um kennitölu, byrjað á hreinum grunni en hent skuldunum á þjóðina. Einnig hefði verið skynsamlegt að eyða pening í það að hafa eftirlit í lagi hér og koma í veg fyrir þá þjóðaríþrótt sem stunduð hefur verið í mörg ár í skattsvikum!!! Það er meira að segja gefið út íþróttatímarit á hverju ári sem fjallar um þessa íþrótt sem heitir "Frjáls verslun". Hvað eru þessi félög t.d. að gera á Tortulu??? HALLÓ!!!

Þetta myndi í raun vera svona eins og auglýsingin sagði... Eyddu í sparnað - fyrir þjóðina því þá sætum við borgararnir ekki uppi með þennan risavaxa reikning vegna afglapa og það held ég að mörg heimili hefðu alveg verið til í að kasta nokkrum krónum í og sleppa við þessa níðþungu skuld í staðinn!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband