Velferð á tímum efnahagsþrenginga

Á morgun ætla ég að vera viðstödd ráðstefnu sem haldin er á Hótel Sögu og fjallar um þetta efni.

Efnið á sérstakt erindi við alla þá sem vilja taka virkan þátt í því að standa vörð um og efla velferðarþjónustu okkar á þeim þrengingartímum sem við nú lifum.

Í kreppu felst á sama tíma gríðarleg ógn við stöðuguleika velferðarkerfisins en um leið tækifæri til þess að stokka hlutina upp og þróa þá til mun betri vegar.

Viðbrögð okkar og störf í velferðarkerfinu hér hafa gríðarlega mikil áhrif á hvernig staða okkar verður innan fárra ára. Sé ekki vandlega staðið að sparnaði og viðbrögðum er mikil hætta á því að þörf fyrir úrræði margfaldist. Það er ákaflega varasamt og gerist of oft að krónunni sé kastað fyrir aurinn á þessu sviði. Eitthvað á að spara en veldur í raun gríðarlegum auka útgjöldum og uppsöfnuðum verkefnum í staðinn.

Ráðamenn þurfa að leggja áherslu á þróun og nýsköpun í velferðarkerfinu. Þeir þurfa einnig að gæta þess að tillögur að sparnaði komi fram frá því starfsfólki sem vinnur á viðkomandi sviði því bottom-up leiðin er mun farsælli en top-down þar sem stjórnendur sveifla hnífnum án þess að gera sér grein fyrir hvar mikilvægar taugar og æðar liggja og hvar fituagnir sé að finna sem megi skera af ef svo má að orði komast!

Finna má upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig á www.lydheilsustod.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband